Skírnir - 01.01.1922, Page 148
140
ÍBlenzkt tónlistareðli.
[Sklrnir
þetta mörg °g væri mikið verkefni og fagurt að skap
eða finna aftur dansa þá, sem við hæfa og notaðir yrðu
til söngdansleikja undir berum himni.
Rím nalögin má flest heimfæra til þekktra tóntegunda^
en varhugavert er ,að álykta svo, ef annað er jafnmögu-
legt. Nokkuð ber þar einnig á frjálslegum tónölum mynd-
unum. Auk þess hafa lögin mörg svo lítið hreyfisvið að
þau má heimfæra til margra tóntegunda. Lagið að ofan
gæti t. d. staðið óbreytt í F-dúr, B-dúr og d-moll. En
rímnalögin leggja svo mikla áherzlu á fallandann, að
tónarnir skifta þar oft engu.
Andi íslenzkra þjóðlaga.
Eðlilega hefir andi islenzkra þjóðlaga mótast af nátt-
úru landsins og hörmungum þeim, sem á þjóðinni dundu.
Djúpa alvöru flytja lögin og hrikaleik og harðneskju
meiri en nokkur önnur þjóðlög. Þar er oft sem bitið sje
á jaxl og tönnum gníst gegn örlögunun. Gleðskapar
verður einnig vart, en þá lendir oft í harðgerum (gro-
teskum) gáska og köldum hlátri. Ríkir þar ramíslenzkur
andi og sá norrænasti Tiúarauðmýkt og þokuþunslyndi
má einnig finna, en oftast býr þar undir hulin harðneskja.
Fagurt tákn þess að örlögin fá ekki bugað íslendinga.
íslenzku þjóðlögin má telja imynd þess norrænasta og
má, ef athygli fylgir, greinilega sjá hvað norrænt býr
í mestu tónskáldunum (Bach, Beethoveu, Brams, Reger
o. fl), og ber þar þó mikið á suðrænum sætleik.
Sannanir.
Hjer verður ekki fullyrt, að ekki kunni að vera til
heimildir, sem gætu breytt einhverju því, sem hjer er
sagt. Þar sem ágreiningur eða undantekning getur kom-
íð til greina um hin einstöku atriði, er þess ekki getið
sjerstaklega, því að bæði er, að ekki munu heimildir
geta raskað athugunum þessum sem heild, og að sumt
mun naumast nokkurntíma sannast til fullnustu. Grein
þessi á ekki að vera söguleg vísindaritgerð, heldur skýr-
ir hún og sannar tilveru islenzks skapandi tónlistareðlis