Skírnir - 01.01.1922, Side 149
Skírnir]
ÍBlenzkt tónlistaieðli.
141
þegar slíkar sannanir eru fengnar, skifta eiustök ágrein-
ingsatriði ekki miklu. Grein þessi er unnin í hjáverkum
•og getur ekki tæmt efnið, en mikið efni og gott er þetta
í doktorsritgerð. Ekki skyldi mig furða, þó að slik rit-
gerð kollvarpaði tónfxæði síðustu alda. En nú er tón-
fræðin þegar farin að hætta að vera bönn og fyrirskip-
anir, heldur fræðin um sambönd tóna og hljóma, og um
oreakir, afleiðingar og áhrif.
Ný uppgötvun?
I »MorgunblaðÍDu« þ. 6. mai þ. á. er sagt frá því
að norskur söngfræðingur, sem kom til íslands, hafi kom-
ist að raun um að gamli söngurinn hafi verið »falskur«,
ýmsir tónar annaðhvort verið fjórðungstóni dýpri eða
fjórðungstóni hærri, en í sígildum söng tíðkast. Ekki
verður sjeð, hvort hjer er um nýja uppgötvun að ræða.
Tilviljunarfjórðungstóna má heyra um allan heim. Geta
menn athugað þetta sjálfir, þegar þeir heyra börn og
fullorðna raula og syngja. Ef hjer er ekki um tilviljanir
að ræða, heldur hreina fjórðungstóna í einhverjum til-
gangi eða sem reglu, þá eru tónarnir sannarlega ekki
falskir1, enda hafa fjórðungstónar verið notaðir í nýjustu
tónlist. Væri þetta þá enn ein sönnun þess, að íslenzkt tón-
listareðli á sjer engin takmörk. Líklega sannast þó fyr-
irbrigðið aldrei. Til sönnunar þarf mörgum söngvurum
að bera saman. Vel þarf og að gæta þess, hvort hljóð-
ritarar gera allir mun fjórðungstóna eða minni tónbila.
Nýjasta tónlist.
Margt bendir til þess, að nýjasta tónlist sje íslend-
ingum eðlilegri og skiljanlegri en sú eldri. Þyrfti að
rannsaka þetta nánar með tilliti til þess, hverir íslend-
ingar hafa minst orðið fyrir Evrópu áhrifum síðustu alda.
Tónlist tuttugustu aldarinnar, sem' er að brjóta af sjer
höft fyrri tíma, skapar íslenzku tónlistareðli tilverurjett
og mun mæta óskertri íslenzkri tónlist á miðri leið.
1) En vor jarðneska tónlist er öll meira og minnna fölsk.