Skírnir - 01.01.1922, Síða 152
Lögrjettan á alþingi á 16. og 17. öld
í alþingisbókununi I., 1 (fremst) og II, 364 eru prent-
aðar teikningar af hinni gömlu lögrjettu og »lögrjettu«.
Með þvi að gera má þessum teikningum ofurlítíð betri
skil, en þar er gert, skal hjer skýrt frá þessum teikning-
um, eftir því sem nú eru föng á.
Teikningin sú fyrri finst, eins og rjett um getur í
Alþb. meðal ýmsra og margháttaðra uppteiknana á seðl-
um, sem Árni Magnússon hefir sjálfur skrifað fiestar i
safni hans 267, 8VO,1) Teikningin er ekki með hans hendi,
en hann hefir skrifað á blaðið »su gamla lögretta*.
Teikningin er rjett í Alþb. (þar eru »svartar kringlur*,
eins og þar segir, i stað hringa 0 í frumteikningnni),
nema sá er gallinn á myndinni, að þar eru 11 »svartar
kringlur* hægra meginn að neðan, en eiga að vera 10
eins og að ofan sama megin. »Kringlurnar« eru sæti
lögrjettumannanna, en þeir voru 36, en «kringlurnar«
eru hjer sýndar 37. Á frumteikningunum er alt rjett.
Textinn er alveg rjettur.
Frá hinni myndinni má gjör segja, þar er aðallega
farið eftir 1087 fol. í Nýja-safni í Konungbókhlöðu. Áður
en jeg hverf að henni, skal þess getið að i 1088 og 1089
og eins í Thottssafni 952 fol. (sbr. Uldallssafn 186 fol.)
er teikningin þannig, að hornin eru ekki skörp en bog-
mynduð eins og til þess væri ætlast, að lögrjettan væri
hringmynduð, op (dyr) eru á þar að norðan- og sunnan-
verðu. Textinn er hjer um bil sá sami sem í Árna-teikn-
1) Sbr. Kálunds ísl. lýs. I, 129.