Skírnir - 01.01.1922, Page 153
Skirnir]
Lögrjettan á alþingi á 16. og 17. öld.
145
ingunni, nefnilega innan í Sedes assessorum ex oriente
| Sedes nomophylacis ex orientali Islandia | Sedes satra-
pæ sive præfecti regii | Sedes nomophyiacis ex boreali
Islandia | Sedes assessorum ex Boreali; textinn fyrir utan
teikninguna er alveg sá sami. I 1087, sem farið er eftir
í Alþb., er teikningin, eins og þar er sýnt, aflangur fer-
hyrningur og textinn er rjett prentaður. En þess hefir
ekki verið gætt1, að þessi teikning er á blaði, sem límt
hefir verið á blaðsíðuna og ofan yfir aðra — og þá eldri
— teikningu; þegar blaðinu er haldið upp við ljósið
sjest upphaflega teikningin glögt, og hún er öðruvísi.
Hún er í fyrsta lagi alveg hringmynduð og með sama
texta sem Árnamynd. Þetta er því auðsjáanlega upp-
haflega myndin í Resens lýsingu Islands. Sú, sem límd
er yfir haua, er yngri. Á frummyndinni eru líka setn-
ingarnar aditus o. s. frv. sjáanlegar, sem þó hefðu vel
mátt tilheyra yngri myndinni, og líklega límt yfir þær
í ógáti.
Þessi (yngri) mynd finst líka í Stokkhólmssafni, 8 fol.
papp., (það handrit er uppskrift af Resens bók). Þar
stendur utan við hana: Hæc novi generalis fori facies
(»Þetta er mynd af hinu nýja alþingic). Þar er aftur
hinn sami texti sem í útg. Alþb., nema hvað »ísl.« vant-
ar hjer á eftir »Sedes nomoph. ex orient. et merid*.
Hjer er og — auðvitað rjettar — :»Hic actores et causi-
dici o. s. frv. (ekki actor causidicus sem í 1087). Og
hjer finnast hvoru megin setningarnar Aditus o. s. frv.
í Alþb. ætti og að vera minna bil á milli þeirra 3 setn-
inga vinstra megin að innan.
En í sama Stokkhólmshandriti stendur líka önnur
teikning: »Hæc autem antiquior« — en þessi er eldri.
Hjer er lögrjettan hringur (einfalt hringstrik) og utan um
hann stendur: þetta heita vebaund. (occidens og oriens
beggja vegna). Textinn er hjer allur hinn sami nema
þessi setning: causidici et testes eorum hic varii con-
versantur.
1) Káland hefir þó tekið eftir því, ísl. lýs. I., 129—30.
10