Skírnir - 01.01.1922, Page 155
Rök um aldr Njálu.
Eftir Guðbrand Vigfússon.
Eg held hún sé ekki rituð fyr en í lok 13. aldar,
nokkru fyr en Grettla, um ofanverða daga Sturlu lög-
manns. Ástæður mínar eru þessar helstar:
1. Njála er ekki nefnd í neinni sögu nema þætti Þor-
steins Síðu-Hallssonar einum, sem mun yngri en
hann er settr af mér í formála fyrir Analecta Mö-
biusar. — Þar á móti verðr sannað, að höfundar,
sem ritað hafa sögur um miðja' 13. öld, hafa ekki
þekt Njálu, t. d. Eyrbyggju kap.1 . . . Höf. Landnámu
hefir ekki vitað til Njálu, ekki heldr Hauksbók,
skrifuð um 1300, en við hið síðasta verðr að gæta
þess, að í þá daga gátu bækr nokkur ár legið í
dái áður þær yrði kunnar, og í annan stað líklegt,
að Haukr hafi í Noregi skrifað Hauksbók, og því
ekki haldið »jour* með ísl. sögur.
2. Af Njálu eru til á skinni hjer um bil 17 handrit
eða handritaslitr (í A. M. 162 b f. eru c. 57 Njálu-
blöð úr 10 bókum), en ékkert þeirra eldra en um
1300 eða byrjun 14. aldar. Þar sem mörg skinn-
handrit eru til af einni bók, þá bregst sjaldan, að
eitthvað af þeim, þó ekki sé nema brot, nái fram
að rittíma þeirrar bókar. Af 01[afs]s. helga t. d.
má rekja handrit fram á miðja 13. öld. Cod. acad.
I af Hkr. mun verið hafa ritaðr um 1270; af Egils-
sögu eru til brot úr 13 skinnbókum, en eitt af þeim
er ekki yngra en frá miðri 13 öld. Enda af Laxd.
og Eyrb. eru til brot, sem munu eldri en nokkurt
1) Höf. hlýtur að eiga vib 47. kap. Eyrbyggju.