Skírnir - 01.01.1922, Side 157
Skirnir]
Eök um aldur Njálu.
149
forneskjulegt, mörg ný orð: kurteis, prófa, riddari
o. s. frv. og margt annað má tilfæra.
4. Ættartölur taldar fram á 13. öld miðja í öllum hand-
ritum t. d. Kolbeinn ungi; Þorvarð Þórarinsson c.
114 vantar í sum handrit, því byggi eg ekki á
hans nafni, líka vantar vísu Þormóðar prests í kap.
78 í mörg handrit, en Sturlungar eru oft nefndir,
Oddverjar o. s. frv.
5. Innri röksemdir og efni mætti ýmsar tilfæra, eg
nefni tvent:
1. Hinn mikli málarekstr eftir brennuna. Egskil
ekki, að neinn maðr mundi hafa boðið það lesend-
um sínum meðan hin gömlu lög stóðu yfir, og menn
gátu hvert sumar séð hið sama á alþingi. Annað mál
verðr, ef menn hugsa sér þetta skrifað eftir að öll
sú lagaöld og processus heyrði til hins liðna tíma.
Eg hefi fyrir satt, að fátt eðr lítið sem ekkert af
því sem þar er sagt, sé bygt á sögusögnum, heldr
hafi höf. hjer viljað leiða fyrir sjónir lesenda mála-
rekstr allan hinn forna, og eg held, að sú mynd
sem hann dregr upp, líkist meir því sem var og
viðgekst á 13. öld en því sem verið hefir í byrjun
11. Liðsbón Ásgríms og Flosa hefir Sturlungu blæ.
Formalismus of mikill fyrir 10. og 11. öld.
2. Væri mjer nær skapi, af kap. um fimtardóm-
inn, að draga líkur um aldr sögunnar. Mér er
mikill grunr á um frumvarp Njáls um lögréttuskip-
anina eftir kosningum ár 1004. Það á varla við
þann tíma; hefði leitt til ills 1004 eftir mentun-
arstigi þjóðarinnar þá. Þá voru höfðingjarnir enn
aeistoi, en það hefði kannske frelsað landið 1262. Og
Njáll hefði eins vel getað borið fram frumvarp til
prentlaga eða »freetrade« sem kosninga. Þó hann
hefði verið svo spakr, þá hefði þetta komið svo úr
himni ofan í höfuð mönnum, að hvorki Skapti né
þingheimr hefði skilið það, og enginn orðið til að
muna það. En annað verðr ef menn setja, að þar