Skírnir - 01.01.1922, Síða 160
152
Rök mn aldnr Njáln.
[Skirnir
sagan getr þó, að Sörli átti dóttur Guðmundar. Það
er auðsætt, að Möðruvellingar leituðu mægða og
trausts hjá Austfirðingum, og næsta fávíslegt hefði
verið af Guðmundi, að bera skjöld móti þeim á al-
þingi; það hefði getað orðið klaksárt heima í hjeraðí.
Eg hefi það fyrir satt, að Njála sje vestfirsk eða
breiðfirsk, af hinum breiðfirska sagnaskóla; það virð-
ist mér mál hennar og snild í meðferð efuisins nóg-
samlega sýna. Höf. mun hafa þekt Laxdælu, og
haft þaðan um ætt Jórunnar konu Höskuldar. Af
sögunni um Bjarneyjar verðr ekki dregið, að höf.
hafi ekki þekt Breiðafjörð, ef menn gæta hvað sag-
að er seint rituð. Erfiðara er með bls. 14: »þviat
þín man leitað til Hrútafjarðar«. Svo stendr að vísu
,í öllum skinnbókum, sem þennan kap. hafa (eitthvað
7 að tölu). Jón Sigurðsson heldr að hjer eigi að
lesa: »þvíat þín man eigi leitað«. Hugsunarsamband-
ið krefst þessa vafalaust; það er gagnstætt öllu viti,
að segja henni að fara í þá átt, af því hennar verði
leitað þangað. Hér hlýtr þvi að vera ritvilla,
eins og fleiri finnast í sögunni. Það er rétt að Unn-
ur og Gunnar síðar fara til Hrútafjarðar og Holta-
vörðuheiðar, því engum gat dottið í hug að leita
þangað eftir sunnlenskum flóttamönnum. Víst er, að
höf. hefir vandlega þekt veginn til Bjarnarfjarðar.
1858 fór eg [hann] með föður mínum. Þokan var eins, og
við komumst í sömu villur og þeir Dalamenn í Njálu.
Torfi á Kleifum sagði, að Svanr hefði ekki þurft að
vera galdramaðr, því slikt væri þar mjög eðlilegt á
þeim hálsi að villast.
Mikill þorri af skinnhandritum Njálu er kominn
af Vestfjörðum, að vitni Árna, og rituð þar, sem sjá
má af því að mörg brotin eru með sömu hendi og
skinnbókabrot Sturlungu, AM. 122 a—b, fol. — Eg
á enn eftir að spyrja séra Þorleif í Hvammi um
Þrándargil; eg er svo pennalatr með bréf, að eg
i haust varð ofnaumt fyrir. Skyldi Þrándargil vera