Skírnir - 01.01.1922, Page 161
Skirnir]
Rök um aldur Njálu.
153:
landamerki forn Rútsstaða? Þá yrði höf. að líkind-
um Laxdælingr. Á Suðrlandi mun hann varla
borinn eða barnfæddr. Þú hefir sagt mér, að gall-
ar eru á um lýsingu Bergþórshvols um dalinn í
hvolnum, sem ekki er til.
Pramanprentað greinarkorn, »Rök nm aldur Njálu«, eftir dr. Guð-
brand Vigfnsson er sent prófessor Konrad Maurer í Miinchen liklega
skömmu eftir 1860. Handrit greinarinnar lá innan í bók, sem jeg eign-
aðist fyrir allmörgnm árum úr dánarbúi próf. Maurer’s og er nú komið
i Landsbókasafnið. Dr. Guðbrandur hefir mörgum árum eftir að bann
ritaði ,rök’ þessi gert stuttlega grein fyrir skoðun sinni á Njálu í for-
málanum fyrir útgáfu sinni af Sturlungu (Prol. XLIII), kemur hún ekki
að öllu leyti beim við það, sem hann heldur hjer fram. Eftir Guð-
brand hafa ýmsir aðrir orðið til'að rita um Njálu. Skulu hjer aðeins
nefndir: Karl Lehmann und Hans Schnorr von CorolsfelcL, Die
Njálssaga inbesondere in ihren juristischen Bestandtheilen, Berlin 1883,
og prófessor Finnur Jónsson. Hefir hann í hinu mikla riti sinu:
Den oldnordiske og oldislandske Litteraturhistorie, Köbenhavn 1898 (II.
1. bls. 224—233 og 525—547) og síðar í ritgerð sinni „Om Njála“
(Aarböger for nordisk Oldkyndighed og Historie, Kh. 1904 II. Række
19. Bind) gagnrýnt kenningar þeirra Lehmanns og leitt visindaleg rök
að því, hvernig Njála sje til orðin og hvenær. Hann ræðir þar og
um sögugildi hennar, innskotskafla, vísur og margt fleira, sem hjer
verður ekki greint.
Þorleifur H Bjarnason.