Skírnir - 01.01.1922, Page 166
158 Um Friðrik Vilhjáhn I. Prússakonung. [Skírnir
gengu lítt í augu almennings. Mönnum hefir orðið hann
minnis8tæðastur sem harðstjóri, sem gekk um með staf í
hendi og barði á þegnum sínum, sem svíðingur, er ekki
mátti af eyri sjá, sem heimilisböðull, er misþyrmdi bæði
konu og börnum, og sem sjervitringur, er hafði þá kynlegu
áBtríðu að smala saman hæstu mönnum í Evrópu í lífvörð
sinn, og ekki sveifst neins til að fullnægja þeirri ástríðu,
jafnvel ekki að láta ræna mönnum. Hitt hefir farið
leyndara, að þessi fjesári, óglæsilegi búri stjórnaði þjóðar-
búinu af einstöku viti og manndómi, að hann kom í
rækt heílu ríki, sem áður var bláfátækt, illa hirt og nið-
urnitt.
Þegar hann tekur við stjórn, gerast skjót og rótnæm
umskifti. Hann var þá að eins 25 ára, en fullharðnaður
og fullráðinn í því, hvert stefna skyldi. Þegar hann stóð
yfir föður sínum deyjandi, gat hann varla þverfótað í
herberginu fyrir borðalögðum embættismönnum. Hann
leit ekki þann lýð hýru auga, og hálftima eftir að faðir
hans gaf upp öndina kallaði hann hirðstjórann (Oberhof-
marschall) fyrir sig og tilkynti honum, að dagínn eftir
jarðarförina væri allur hirðlýðurinn úr sinni þjónustu.
Og næstu dagana tekur hann svo að rannsaka, hvað
mikil útgjöld þurfi í raun og veru til hirðhaldsins. Hann
athugar embættismannaskrána, launalistann, eftirlauna-
listann o. b. frv. Fyrsta verk hans er að stryka út allan
meginþorra embættanna. Faðir hans hafði t. d. haldið
100 kammerherra, en Fr. V. gat komist af með 12. Og
laun þeirra embættismanna, sem hann taldi nauðsynlegar
voru öll færð niður, sömuleiðis öll eftírlaun. Sumar upp-
hæðirnar lækkaði hann um 100 dali, aðrar um nokkra
tugi eða einn tug, eða jafnvel um einn hálfan dal. Hann
gat lotið að litlu. Þegar verkinu var lokið, voru útgjöld-
in orðin J/B hlutt at Þvh sem Þau áður höfðu verið (55
þús. dala i staðinn fyrir 276 þús.).
Nærri má geta, hvernig þessar ráðstafanir hafa kom-
ið sjer sumstaðar. En það er sagt, að enginn hafi þorað
að kvarta. Þó að konungur væri ungur og óreyndur,,