Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 168
160
Um Friðrik Vilhjálm I. PrúsBakonung.
[Skírnir
ráð). Um yinnubrögð þeirrar stofnunar voru sett nákvæm
og strengileg fyrirmæli, sem hjer segir:
„Á sumrin eiga ráðgjafarnir1 að koma 6aman kl. 7 á morgnana,
en á vetrinn kl. 8.
Fundi skal ekki slitið fyr en útkljáð eru öll þau mál, sem þar á
að ræða og ráða til lykta. Ekki eitt skjal má biða til næsta dags.
Ef mögulegt er að afgreiða þau mál, sem fyrir liggja á einni
klukkustund, þá leyfist ráðgjöfunum að fara burtu. En ef ekki er gjör-
legt að afgreiða þau fyrri hluta dagsins, þá verða þeir að halda áfram
hvíldarlaust þangað til kl. 6 um kveldið, eða þangað til verkinu
er lokið.
Þess vegna skipum vjer hjermeð ráðgjafa vornm von Printz, að
ef ráðgjafarnir halda áfram vinnu sinni eftir kl. 2., þá láti hann hera
fyrir þá 4 rjetti af góðum mat úr hinn konunglega eldhúsi, ásamt hæfi-
legum skamti af vini og öli. Helmingur ráðgjafanna á þá að setjast
að miðdegisverði, en hinn helmingnrinn á að halda áfram að vinna.
Þeir hinir síðar nefndu skulu þá matast, er hinir hafa lokið sjer af og
ern aftur teknir til vinnu. Á þenna hátt verður verkið unnið með kost-
gæfni og trúmensku ....
Ef einhver ráðgjafanna skyldi koma einni klukkustund seinna til
vinnu sinnar, en vjer höfum skipað, og ef hann hefir ekki skriflegt leyfi
frá oss til að koma of seint, þá skal draga 100 dúkötnr frá launum
hans. Ef einhver ráðgjafanna skyldi vanrækja með öllu að koma á
fund, án þess að vera forfallaður af sjúkdómi eða hafa leyfi vort til
þess, þá skal draga af honum 6 mánaða laun. Ef þetta skyldi koma
tvisvar fyrir einhvern, þá skal hann rekinn úr embættinu með skömm,
því að með því að vjer launum ráðgjöfum vorum, þá verða þeir að
vinna“.
General-Direktoratið (stofnað 20. des. 1722) hafði
yfirstjórn allra máia um næstu 80 ár, svo að konungur
hafði ekki tjaldað til einnar nætur. En það er til marks
um hina smásmuglegu stjórnsemi hans, að samtímis reglu-
gerðinni gaf hann út aðra fyrirskipun — um miðdegisverð
ráðgjafanna! Hún hljóðar svo:
»Brytinn á jafnan þegar ráðgjafafundir eru að spyrjast fyrir um
það kl. 11, hvort hann eigi að matreiða miðdegisverð. Yjer skipum
svo fyrir, að ef ráðgjafarnir biðja um miðdegisverð, þá skuli þeir jafn-
an fá 4 rjetti matar, nefnilega góða súpu, gott stykki af soðnu kjöti
1) Þetta orð læt eg tátna alla embættismennina i General-
Direktoratinu.