Skírnir - 01.01.1922, Síða 169
Skirnir]
Um Friðrik Vilhjálm I. Prússakonnng.
161
með grænmeti, gúðan fiskrjett og gott stykki af steiktn kjöti, annað-
hvort nantakjöti, sanðakjöti eða kálfskjöti.
I viðbót á hver einn að fá flöakn af góðu Rínarvíni. Samt
sem áður ætti matarseðillinn ekki að vera altaf hinn sami. Það ætti
sem oftast að skifta um rjettina. Ráðgjafarnir ættu jafnan að fá sama
mat sem konungshjónin. En ekki má frammistöðnmaðurinn vera nema
einn, því að annars fyilist herbergið af þjónum. Til þess að ekki
þurfi á mörgum þjónum að halda, skal setja fyrir hvern ráðgjafa 4
diska i einu og 1 glas, og ennfremur skal bera inn stóra körfu, til þess
að láta óhreinu diskana í“.
Viðlíka fyrirskipanir gefur hann um hvert einasta
atriði í umboðsstjórn landsins, strangar, nákvæmar og
gagnhugsaðar fyrirskipanir. Hann fylgdi í fáu eða engu
útlendum fyrirmyndum, en sneið alt, bæði stórt og smátt,
eftir sjerstökum þörfum og ástandi lands síns. Hvergi
í Evrópu hafði nokkru sinni verið brýnt svo vendilega
fyrir erabætísmönnunum, að þeir bæru ábyrgð gerða
sinna. Og þó var ekki þarmeð nóg, — þeir urðu einnig
að bera að miklu leyti ábyrgð á embættisrekstri undir-
manna.sinna. A hvert skjal, sem lagt var fyrir General-
Direktoratið, átti einhver geheimeráðanna að rita nafn
sitt og taka þar með fulla ábyrgð á efni þess. Og á
hvert skjal, sem lagt var fyrir konunginn, áttu þar að
auki allir 5 ministrarnir að rita nöfn sín. Syndir undir-
mannsins bitnuðu óhjákvæmilega á yfirboðaranum, ef
hann hafði ekki veitt þeim eftirtekt. Þess vegna neydd-
ust allir embættismenn, jafnvel þeir sem hóglyndastir
voru, til þess að hafa hinar nákvæmustu gætur á undir-
mönnum sínum og þannig kvíslaðist andi strangrar reglu-
semi um alla umboðsstjórnina, frá hinum æðstu stjórnarskrif-
stofum og alla leið niður úr, til hinna neðstu starfsmanna.
Margar voru aðrar ráðstafanir Friðriks Vilhjálms til
þess að hafa hemil á embættismönnum sínum. Þeim var
strengilega bannað að hafa nokkur fjesýslustörf á hendi
8amhliða embættinu, Ennfremur gætti konungur þess
vandlega, að veita mönnum sem sjaldnast embætti í þeim
landshlutum, þar sem þeir áttu ætt sína og uppruna.
Gekk honum tvent tii með þeirri varúðarreglu, að
11