Skírnir - 01.01.1922, Síða 170
162 Um Friðrik Vilhjálm I. PrúsBakonung. [Skirnir
hann vildi forða embættismönnunum undan áhrifum vina
og vandamanna, og hitt eigi siður, að hann vildi koma
upp embættisstjett, 8em veitti konungsvaldinu örugga
aðatoð í baráttunni móti sjerjettindum og sjerkreddum
landshlutanna. Hvorttveggja heppnaðist fullkomlega.
En þrátt fyrir alt þetta þótti Fr. V. ekki enn þá nógu
tryggilega um hnútana búið. Hann setti upp nýja stjórn-
ardeild, Fiskalatið, sem var falið það starf að hafa eftir-
lit og umsjón með öllum embættismönnum ríkisins Sú
deild sendi konungi skýrslu á hverjum mánuði, eða að
minsta kosti á hverjum ársfjórðungi, um alt sem fram fór
i umboðsstjórninni, og var þá gripið í taumana skjótt og
hlífðarlaust, ef eitthvað fór aflaga. Formaður þessarar
stjórnardeildar hjet von Kattsch, og ritaði konungur hon-
um merkilegt brjef um leið og hann skipaði hann í em-
bættið. Þar segir m. a.: »Von Kattsch má engum hlífa,
hver sem í hlut á, og jafnvel ekki minum eigin
bróður. Hann verður auðvitað að hafa sjerstakar gætur
á þjófum, hverju nafni sem nefnast. Hann á að hafa
vakandi auga á öllum, en hlifa engum, og hann skal
vera þess fullviss, að jeg skal styðja hann og vernda
gegn öllum á meðan mjer endist aidur til*.
Allar þessar ráðstafanir hefðu þó komið að litlu
haldi, ef þeim hefði ekki verið beitt í framkvæmdinni
með ósveigjanlegri stefnufestu. En Fr. V. hafði ekki setið
lengi að ríkjum, áður en flestum þegnum hans var orðið
það fullljóst, að um hans daga mundi ekki tjá að syndga
upp á náðina. Að minsta kosti urðu embættismennirnir
þess fljótt varir, að þeir höfðu fengið harðan húsbónda.
Hjer skal segja eitt dæmi þess, hvernig hann refsaði
brotlegum embættismönnum.
Embættismaður einn I Königsberg, Schlubhut, hafði
tekið 11 þús. dali (sumir segja 30 þús.) úr sjóði, sem
honum var trúað fyrir. Sjóðþurðin var uppgötvuð, og
sökudólgurinn auðvitað dreginn fyrir dómstólana, en menn
væntu, að refsingin yrði ekki mjög hörð, því að Schlub-
hut var búinn til að endurgreiða alt, og það gat hann, því