Skírnir - 01.01.1922, Side 172
164
Um í’riðrik Yilhjálm I. Prússakonung.
[Skírnir
um um þær mundir. Hann studdi og embættismenn af
alefli gegn fjandskap almennings, þegar þeir framkvæmdu
óvinsæl embættisverk, og vandi landslýðinn á að sýna
þeim fulla virðingu í orðum og gerðum. Og merkilegt
er það, að þrátt fyrir hinn stranga aga, vöndust embætt-
mennirnir ekki á hræsni og þýlyndi. Ekkert var háska-
legra en að smjaðra fyrir Fr. V. Hann krafðist hlífðar-
lausrar hreinskilni og bersögli af öllum þegnum sinum.
í reglugerðinni um General-Direktoratið ljet hann prenta
þessi orð með sjerstaklega feitu ietri:
»Vjer óskum ekki, að smjaðrað sje fyrir oss á nokk-
urn hátt. Vjer óskum að heyra jafnan nakinn sannleik-
ann. Engu má leyna oss, og aldrei má segja oss ósatt,
því að vjer erum herra og konungur og getum gert það
sem oss sýnist*.
En það var ekki embættisstjettin ein, sem Fr. V.
ljet sjer ant um. Helst vildi hann ala upp hverja stjett
og hvern einstakling þjóðfjelagsins á sama hátt. Sjálfur
var hann ótrúlega vinnusamur maður, þurfti mjög lítinn
svefn, fór jafnan á fætur kl. 3 og vann síðan á skrifstofu
sinni til kl. 10. Það sem eftir var dagsins notaði hann
til heræfinga og annara starfa i þarfir hersins Einn af
samtíðarmönuum hans kemst svo að orði, að þeir sem
þekki ekki Fr. V., geti enga hugmynd haft um, hvilíku
dagsverki einn maður geti afkastað. Að likindum hafa
að eins tveir þjóðhöfðingjar álfunnar verið jafnokar hans
að vinnuþoli og afköstum, en það eru þeir Friðrik II.,
sonur hans, og Napóleon I. En fáir menn munu hafa lagt
beiskara hatur á letingja og iðjuleysingja en hann. Hann
leit svo á stöðu sína, sem hann væri sjálfkjörinn skóla-
meistari þjóðarinnar, og að sitt brýnasta skylduverk væri,
að ala upp í öðrum þann starfshug og þá verklund, sem
sjálfum honum var meðfædd. Þegar hann var heima í
Berlin, var hann jafnan á ferli um borgina og sá yfir
sýslur manna. Er það sannast að segja, að fáum var
aufúsa á að hitta hann á förnum vegi, því að viðmótið