Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 174
166 Um Friðrik Vilhjálm I. Prússakonung [Skírnir
ánauðar, því að þá mundu þeir djarfir um deildan verð,
og ötulli og áhugasamari um atvinnu sína, ef arðurinn
fjelli þeim sjálfum í skaut«. En þó að konungi tækist
að bæta hag bænda að sumu leyti og ljetta byrðarnar,
sem þeir áttu að bera, þá gat hann litlu sem engu til
leiðar komið um að ley&a þá úr höftunum. Fylling tím-
ans var ekki komin, enda var við svo raman reip að
draga, að jafnvel Friðrik sonur hans fjekk engu um
þokað í því efni, og urðu ekki ráðnar bætur á því meini
fyr en á 19. öld. En þó að Fr. V. gæti ekki komið vilja
sínum fram i þessu máli, þá vann hann þó landbúnaði
Prússlands slíkt gagn, að seint mun fyrnast. Hann fór
að uppteknum hætti afa sins, að bjóða utanríkismönnum
til landsins, til þess að rækta upp eyðihjeruð og strjál-
bygða landshluta. Hjet hann innflytjöndunum hinum
mestu fríðindum, og urðu því margir til að þiggja boð
konungs. Bættust ríkinu þannig tugir þúsunda nýrra
þegna um hans daga. Enginn kunni betur að meta þess-
ar framkvæmdir konungs en Friðrik sonur hans, og skal
því hjer prentaður lauslega þýddur kafli úr brjefi frá hon-
um til Voltaires, sem hann skrifaði nokkru áður en faðir
hans dó:
„I hyrjan þessarar aldar geysaði drepsótt og hungursneyð um
Austurprússland, sem er einn hinn blómlegasti hluti þessa rikis. Fjellu
þá um um 250 þús. manns, en mörg hjeruð fóru í eyði vegna afskifta-
leysis stjórnarinnar, sem enga rannsókn ljet fram fara, og enga hjálp
af hendi rskna. Friðrik I. dó um þessar mundir og var grafinn ásamt
allri sinni hjegómadýrð .... Þá kom faðir minn til sngunnar, og
bonum rann þessi eymd til rifja. Hann fór sjálfur um þenna landshluta
og sá með eigin augum hin örpíndu hjeruð og hinar hræðilegu afleið-
ingar pestarinnar, hungursins, og hinnar svivirðulegu grœðgi embœttis-
manna. 12—15 borgir voiu i auðn, 400—500 þorp voru mannlaus.
En konungnrinn ljet ekki hugfallast. Hann komst rið af þvl, sem hann
sá, og strengdi þess lieit, að menn og skepnur, rerslun og velmegun
skyldu snua aftur til þessara hjeraða, sera þá líktust ekki bygðu hóli.
Síðan hefir konungurinn engin útlát og enga fyrirhöfn sparað til þess
að fá þessu framgengt .... Plógar fóru aftur yfir akrana, landið
fyltist af fólki og verslunin blómgaðist aftur. Og nú eru meiri nægtir
i þesBum frjósömu hjeruðum en nokkru sinni áður. Ibúar þeirra eru