Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 175
Skirnir]
Um Friðrik Vilhjálm I. Prússakonung.
167
nú yfir ’/a miljón, þar eru nú fleiri borgir og meiri húpeningur en
nokkru sinni áður, enda mnnu nú tæpast finnast þrifameiri og búsældar-
legri hjeruð, þótt leitað sje um alt Þýskaland.
Og alt þetta er verk konungsins sjálfs, sem sjálfur hefir ekki
eingöngu gefið allar fyrirskipanir, heldur einnig haft persónulega umsjá
með framkvæmd þeirra . . . . “
Ekki bar Fr. V. síður fyrir brjósti mentun alþýðunn-
ar, en efnahag hennar. Hann hafði skilning á því löngu
á undan flestum öðrum ríkisstjórnöndum, hvers virði góð
alþýðumentun mundi verða fyrir hag ríkisins, og þess
vegna lögbauð hann almenna Bkólaskyldu árið 1717. Það
nýmæli kom flestum á óvart og varð geysi-óvinsælt bæði
af háum og lágum, og þess vegna kom það ekki að slíku
haldi sem skyldi. En þó reisti Fr. V. marga skóla, og
er hann frumhöfundur hinna nafntoguðu prússnesku al-
þýðuskóla. Aftur á móti hafði hann botnlausa fyrirlitn-
ingu fyrir allri æðri mentun, háskólum, vísindastofnunum
og jafnvel fyrir visindamönnum, og leit hann svo á, að
flestir þeirra væru ekkert annað en fífl og ónytjungar.
Hann hafði lítillar mentunar notið í æsku, og var óhneigð-
ur til bókar alla ævi. Vit hans var heilbrigt og hald-
gott bóndavit, hann bar óvenjulega gott skyn á alt áþreif-
aulegt verðmæti, en fyrirleit hitt, sem hann hjelt að
ekki yrði í askana látið (eða ríkissjóðinn). Og þá bætti
það ekki úr skák, að öll hin æðri menning Þýskalands
var mjög háð frakkneskum áhrifum um hans daga. En
hann var þýskasti Þjóðverjinn, sem þá var uppi, og hafði
ólmt og óslökkvandi hatur á Frakklandi og öllu, sem
frakkneskt var.
Nú hefir um stund verið nokkuð sagt frá ýmsum
stjórnarathöfnum Friðriks Vilhjálms, en þó hefir enn þá
ekki verið minst á hans mesta áhugamál, sem hann var
vakinn og soflnn yfir alla sina stjórnartið, en það var
efling hins prússneska hers. Þegar Fr. V. kom til ríkis
var herinn 30—40 þús. manns, 1725 er hann orðinn 64
þús., en 1740, þegar konungurdó, 89 þús. í upphafl var