Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 178
170 Um í'riðrik Yilhjálm I. Prússakonung. [Skirmr
•dæmi í Evrópn um þær mundir, að ríkin ljetu ræna.
mönnum (»pressa< menn) til herþjónustu. Enski flotinn
var að nokkru leyti mannaður á þann hátt. En öll Ev-
ropa hló að hinum friðsæla herkonungi í Berlín og raum-
•um hans.
Fr. V. bætti ekki miklum löndum við ríkið, að eins
100 □ mílum af Vestur-Pommern, sem haun vann af
•Svíum. Hann hafði um eitt skeið gengið í ófriðinn á
á móti Karli XII., því að honum var hin mesta nauðsyn
að ná yíirráðum yfir ósum Oder-fljótsins, og það heppn-
aðist. En fólksfjöldi ríkisins óx þó stórkostlega um hans
■daga (úr 1,600,000 upp í 2,200,000) og ríkistekjurnar
komust upp í 7 mill. dala. Þar af fóru 5 mill. í herkostnað.
Konungurinn hafði mjög ljósar hugmyndir um starl
sitt og þýðh gu þess. Hann sagði einu sinni: »Jeg veit,
að eg er talinn svíðingur og sjervitringur í Dresden og
Vín, en verka minna munu niðjar njótaD. Hann fann
til þess að hann var ófallinn til stórra framkvæmda út
á við, og því segir hann í pólitískri hugvekju til eftir-
manns sins, sem hannn samdi 1722: »Friðrik Vilhjálm-
ur kjörfursti hóf ætt vora til vegs og viðgangs, faðir
minn útvegaði konungstignina, en jeg hefi komið skipu-
lagi á málefni hers og þjóðar. Þú, eftirmaður minn, átt
að gæta þess, sem fengið er, og bæta þeim löndum við
ríkið, sem við eigum rjett á<.
Þegar hann skrifaði þessi orð, var Friðrik sonur
hans 10 ára gamall. En þær stundir komu bráðlega, að
konungur varð meira en litið efablandinn um, hvort
sonur hans yrði nokkurn tíma maður til slíkra fram-
kvæmda. Því hefir verið haldið fram af sumum, að Fr.
V. hafl frá upphafi haft þenna elsta son sinn útundan
og aldrei getað litið hann rjettu auga. En það er hinn
mesti misskilningur. Þegar drengurinn fæddist, þóttist
hann hafa himin höndum gripið, — hann hafði áður
eignast eina dóttur, sem lifði, og tvo drengi, sem dóu.
Og síðan voru hugsanir hans á sífeldu sveimi kringum