Skírnir - 01.01.1922, Side 179
Skirnir] Um Friðrik Yilhjálm I. Prússakonung. 171
barnið. Skyldi honum kippa í kyn? Ætli hann verði
maður tll að halda áfram því verki, sem haflð er? Um
fram alt vildi hann, að drengurinn hændist að sjer, og helst
engum öðrum, og þess vegna gaf hann hinum fyrstu umsjón-
armönnum hans þá fyrirskipun, að ef Fritz væri óþekk-
ur, mætti hræða hann með móður sinni, »en aldrei með
mjerU Hann var konu sinni að visu trúr eiginmaður,
og virti hana mikils, en Fritz vidi hann helst eiga aleinn.
En nú vildi svo illa til, að drengurinn hændist miklu
meira að móður sinni, og var eftirlátari og hlýðnari við
flesta aðra en föður sinn. Þar að auki líktist hann ekki
föður sínum að ytra útliti, og það bætti ekki úr skák.
Lipurmenni var Fr. V. ekki, geðofsinn var svo óstjórn-
legur, að hann eirði engu, ef hann mætti mótspyrnu.
Og þetta var óþolandi, að vera einvaldshöfðingi, en geta
þó ekki haft vald yfir einni barassál! Konungur vissi
ekki sitt rjúkandi ráð, og vöndurinn varð hans einka-
úrræði.
Uppeldið fór illa af stað, og eftir því sem árin
liðu, urðu meiri og meiri brögð að þvi, að alt fór
öfugt milli feðganna. Þegar Friðrik komst nokkuð á
legg, bar skjótt á miklum og bráðgerum hæflleikum hjá
honum. En því miður voru það þeir einir hæfileikar,
sem konungi stóð stuggur af. Friðrik hafði snerama yndi
af hljóðfæraslætti og lærði að leika á hljóðpipu. Faðir
hans lagði á hann harðar refsingar fyrir það. Hitt var
þó enn þá verra, að Friðrik var snemma mjög bókhneigður,
og tók frakkneskar bókmentir fram yfir alt annað, og
rótfestist þá hjá honum sú ást á frakkneskri menningu,
sem síðan hjelst ævilangt. Atti þá næsti Prússakonungur
að verða bókormur og franskur apaköttur? Enn var það,
að Friðrik gat ekki skemt sjer við neitt, sem faðir hans
hafði skemtun af. Fr. V. hjelt hvorki margar nje dýrar
hirðveitslur. Hitt var hans mesta ánægja, að sitja á
kvöldum og drekka öl (og stundum vín) og reykja tóbak
með vinum sínum. Kölluðu þeir það tóbaksþing. Var
þar alt viðhafnarlaust, t. d. stólar allir úr trje, og enginn