Skírnir - 01.01.1922, Side 180
172 Um Friðrik Vilhjálm I. Prússakonung. [Skirnir
var þar mannamunur eftir að setst var að drykkju Þar
ræddu gömlu mennirnir landains gagn og nauðsynjar,.
sögðu hreyatisögur af herferðum sínum o. s. frv. Kon-
ungur vildi að Friðrik kæmi »á þingið«, þegar er hann
hafði aldur til, en hann reyndist ónýtur »þingmaður«.
Honum leiddist rausið í körlunum, og var lítill drykkju-
maður. Það þótti föður hans ókarlmannlegt (»So ein
effeminirter Kerl!*). Þó tók út yfir, að Friðrik virtist
hafa óbeit bæði á herþjónustu og kristindómi! Veslings
Fr. V. tók ekki á heilum sjer. Honum þótti ekki annað
sýnna, en að þessi ættleri mundi kollvarpa öllu hans
mikla verki. Og meðferð hans á Friðriki varð æ harðari
og ruddalegri.
Þó kastaði fyrst tólfunum, er þeir tímar komu, að
rætt var um kvonfang handa konungsefni. Drottning
Friðriks Vilhjálms var Soffia Dorothea, dóttir Georgs I.
Englandskonungs Hún var mikilhæf kona og fór sinu fram,
þótt hún hefði bóndaríki mikið. Hún hafði fyrir löngu
áformað ráðahag milli tveggja elstu barna sinna og barna
Georgs II. Englandskonungs, bróður hennar. Enska hirðin
var málinu hlynt. Og Friðrik konungsefni var þetta hið
mesta girndarráð, ekki síst vegna þess, að hann sá enga
aðra leið til þess að komast undan hinum miskunar-
lausa aga föður síns, sem honum var orðinn óbærilegur.
Upphaflega hafði Fr. V. og látið sjer þessa ráðastofnun vel
líka. En þegar á átti að herða, snerist hann þveröfugur
við Keisarinn hafði um þessa mundir náð föstu tangar-
haldi á Fr. V., en hirðin í Vín var af pólitiskum ástæðum
mjög andvíg því, að þessi ráð tækjust. Þar að auki vildi
Fr. V. ekki fyrir neina muni, að Friðrik yrði heimilisfaðir
á svo ungum aldri, tæpiega tvítugur, hræddist, að þá yrði
engu tauti við hann komið. Og nú fór samkomulagið
milli feðganna fyrst fullkomlega út um þúfur. Fr. V.
misþyrmdi syni sínum bæði andlega og líkamlega, jafnvel
í votta viðurvist, og loks þoldi Friðrik ekki lengur mátið.
Hann ásetti sjer að reyna að flýja og komast til Eng-
lands. En flóttatilraunin misheppnaðist. Friðrik var tek-