Skírnir - 01.01.1922, Page 182
174
Um Friðrik Vilhjálm I. Prússakonung.
[Skirnir
öllum greinum. Hins vegar ljet hann þess enga von,
að hann tæki hann nokkru sinni inn í herinn framar.
Þessi ráðstöfun konungs hafði hinar heppilegustu af-
leiðingar. I upphafi sárleiddust Friðriki hin nýju störf,
sem honum voru i hendur fengin, og þótti þar að auki
hin mesta. smán að vera ger rækur úr hernum. Hann
8krifaði því föður sínum auðmjúkt brjef, og beiddist þeirr-
ar náðar, að fá inngöngu í herinn. Konungur varð ekki
við þeirri bón, en skrifaði þó Friðriki merkilegt brjef og
segir þar meðal anuars, að hann verði af eigin raun að
sannfærast um, »að ekkert ríki geti staðist án búhygni
og góðrar stjórnar, og að öll velferð landsins sje undir
því komin, að landsfaðirinn skilji alt sjálfur og sje bú-
maður og hagfræðingur; ef þessa er ekki gætt, þá fellur
landið í hendur gæðinga og ofjarla, sem hafa allan ábat-
ann sjálfir, en tefia öllum málum í óefni<. Friðrik neydd-
ist því til að sökkva sjer niður í vinnuna, og innan
skamms hafði hann hinn mesta áhuga á henni. Hið frá-
bæra stjórnarvit hans gerði þá fyrst vart við sig. Þeg-
ar Fr. V. var sagt frá, hvílíkum framförum sonur hans
tæki, þorði hann ekki fyrst að leggja trúnað á það. En
smám saman varð honum þó sjón sögu ríkari. »Nú, jæja,
eitthvað af búviti er þó í honum!« Þegar ár var liðið
frá því Friðrik hafði gert fióttatilraunina, tók konungur
hann í fulla sátt, og leyfði honum síðan inngöngu í her-
inn, og skömmu seinna beiddi hann honum konu og ljet
hann staðfesta ráð sitt. Eftir það fór alt sæmilega milli
feðganna. Hin gamla tortryggni konungs gaus þó upp við
og við. En á banasænginni sagðist hann deyja rólegur^
þvi að hann vissi, hver við tæki.
En það var ekki umboðsstjórnin ein, sem Friðrík
kyntist í varðhaldinu. Þar skildi hann í raun og veru
í fyrata sinn föður sinn sem konung og landstjórnara.
Áður hafði hann enga hugmynd haft um hið feiknarlega
lifsstarf föður sins; nú skyldi hann, hvers krefjast mátti
af syni sliks manns. Hann minnist föður síns víðs vegar
í ritum sínum, og alstaðar með lotningu og sonarlegrL