Skírnir - 01.01.1922, Page 185
Skírnir]
Visur Kvæöa-Önnu.
177
einginn, nema drottinn, veit,
hvað munaðarlausir mega stundum líða.
Utan að lærða eg ljóðin fiest,
af lýð sem heyra kunni,
hlýdda á margan gaungugest,
gafst mér það og laungum bezt,
fræðin helzt þeír höfðu sér fyrir munni.
Feingið hafða eg fögur hljóð
og fríðleiks svipinn hreina,
með aldri og þroska þokkafijóð
þótta eg, meðan í blóma stóð,
og fagnaðarbót í flokki ungra sveina.
Kvað eg þá stundum kíminn brag, —
og kastaða sjálf fram stökum, —
afmorsvísur, ljúflingslag,
létt var þá um stundarhag,
og gleymt sér marga grímu á vikivökum.
Þá var eg góð og þá var eg kát,
þá var fátt að meinum,
á kvæðaslætti kunna eg mát,
en kanske nógu eptirlát
stöku sinnum góðum, glöðum sveinum.
Fyrir karla bæði og en kvintu fljóð
kvað eg víða og laungum
rimur, dansa og raunaljóð, —
í rökkrum þótti skemtan góð,
er hriðin gnúði, að hlýða mínum saungum.
Þegar að plágan yfir óð 1402—1403
og alt var að hrynja og deyja,
ein af fám jeg uppi stóð,
ótæpt saung jeg helgiljóð,
eg huggaða marga, og hjúkaða — má jeg segja.
12