Skírnir - 01.01.1922, Side 187
Skimir]
Vlsur Kvæða-Önnu.
179
skuggaleg sem gömul norn —
svona er það yfir sárum harmi að vaka.
Og hörð var bið þess hlutskiptis,
þá hyrfi lífsins kraptur
í bófa að kasast dauðra dys,
þar draugar hvarfla rangsælis,
og verða sjálfsagt sjálf að ganga aptur. — —
Sá, sem bjó til sjóinn og grund, —
sama er kvað ’ann heitir, —
einn fær huggað hrelda lund,
honum setur einginn stund,
nær eða hvort og hvernig líkn hann veitir. — —
Eru nú komin árin hörð,
öll trú eg björgin þrotni,
dauðar kýr og kinda hjörð,
í kaplahópana fallin skörð,
fiskivötnin frosin niður að botni.
Hríðarnar niður hlaða snjó,
hækka dyngjur fanna,
ekki sér á auða tó,
aldrei fæst nú bein úr sjó,
tapast skip og týnist fjöldi manna.
Sulturinn gerir sætt, hvað er,
þá sældarfaungin dvína, —
guðsmenn fala nú gráðasmér,
og geta — fegnir, sýnist mér —
grómlaust notað grásiðuna mína.
Er eg nú skilin, — í endurgjald,
og orðin vonarmaður, —
bræðranna undir bænahald,
og Benidicti1 gæzku vald,
á Þingeyrum, og þar er helgur staður.-----------
1) Klanstrið á Þingeyrum var helgað enum heilaga Benedicto
áhóta, og var hann árnaðarmaðar þess.
12*