Skírnir - 01.01.1922, Page 189
Ritfregnir
Páll Eggert ólason: Menn og mentir siðskiítaaldarinnar
á íslandi. — II. bindi: Ögmundur Pálsson, Gissur Einarsson og
samherjar hans. Reykjavík 1922.
Fyrsta bindi sögurits þeBsa kom út fyrir þrem árum. Kom
þar nýr sagnritari fram á sjónarsviSiS. Hann hafSi valiS sjer þaS
efni og fór svo vel af BtaS og liSmannlega aS margur mun hafa
hlakkaS til framhaldsins. Um siðaBkiftaöldina veit nú hvert barn
á landinu nóg til þess, aS vakin sje forvitni í meira; og löngum
hafa þeir Ögmundur og Gissur ekki hvaS síst dregið að sjer at-
hygli alþýðu. Mennirnir eru báðir svo miklir fyrirferSar og saga
þeirra svo átakanleg, að fáum stendur á sama, en auk þess hafa
dómarnir um þá leikið alimjög á tveim tungum; slíkt œsir löng-
unina til að vlta hið sannasta. Þetta bindi er miklu stœrra en
hið fyrsta, meira en 40 arkir, og jafn betur ritað aS mjer þykir.
FyrBt er inngangur, er skýrir frá stjórnháttum og þjóSfjelagskip-
un hjer á landl undir siSaskiftin. Er það skýrt og gagnort yfir-
lit og nauðsynlegt til skilnings á sögn þeirra tíma. Því næst
hefst sagan sjálf á vlðureign klrkjuvalds og leikmanna. Rekur
höfundurinn 1 fyrsta kap. frá rótum hin langvinnu og flóknu
málaferli milli erfingja Bjarnar ríka um SkarðsauSinn, fram aS
biskupstíS Ögmundar. Þó að frásögnin sje mjög gagnorð, verSur
þessi kafli langt mál. Kann þaS í fljótu bragði að þykja óþarf-
lega rækilegur inngangur aS afskiftum Ögmundar af málum þess-
um, því að lyktum þeirra líður, er til hans kasta kemur. En sag-
an af þeim á nóg erindi fyrir því, hún sýnir svo glögt aldarhátt-
inn og að veraldlegu höfðingjarnir eru engu mlður en biskuparnir
áfjáðir og ófyrirleitnir í eftirsókn fasteigna og fjár. BæSi þessar
deilur og ofsi Ögmundar biskups og fjárpindingar við flestalla rík-
isbændur í umdæmi hans, spá kirkjuvaldinu falli. Þær gera þaS
mjög skiljanlegt, að flestir ríkismenn snúast óðara í liS með nýja