Skírnir - 01.01.1922, Page 190
182
Ritfregnir.
[Skírnir
siSnum, er þeir sjá sjer fært. Þegar biskup safnar liSi sem her-
konungur til aS berjast viS embættisbróSur sinn fyrir metnaSar
sakir á sjálfum friShelgum þingstaSnum, þá hefir klerkavaldiS
unniS sjer til óhelgi. Slíkum ofsa hl/tur fall aS fyigja. Var ekki
aS furSa þó aS almenningi sýndist það bending frá æðri stjórn, er
dómkirkjan brann til kaldra kola í þeim svifum, án þess aS nokk-
ur vissi orsök til. Enda lítur út fyrir að Ögmundi sjálfum hafi
flogiS eitthvaS Blíkt f hug, er hann hneig í öngvit hvað eftir ann-
að við þann atburð. Eigi mundi skaðinn einn hafa fengiS honum
svo mikils, En þó að þessi reipdráttur um fje og völd með klerk-
um og leikmönnum sje ailsterkur þáttur í sögu siðaskiftanna hjer
á landi eins og annarsstaðar, þá eru þau þó sjálf af alt öSrum
toga spunnin. ÞaS var eigi auðlegS kirkjunnar nje ríki biskup-
anna, sem knúði þá Gissur og samherja hans til að rísa móti ka-
þólskunni, heldur villa sú og vanþekking, er henni fylgdi að þeirra
áliti. Sannfæring þeirra og samviska reis öndverð gegn ýmsum
lærdómum hennar og siSum, er þeir töldu stofoa í voða sálum
manna. Og hjer sakna jeg nú heils kapitula, er geri að sínu
leyti eins glöggva grein fyrir þessu höfuð misklíðarefni milli ka-
þólskra manna og lútherskra, eins og áður er gert fyrir barátt-
unni milli klerka og leikmanna um auð og yfirdrotnun. Yið það
efni er að vísu víða komið bæði í þessu bindi og hinu fyrsta,
en varia svo rækilega sem þörf væri á til þess, að almenningur
skilji til hlítar baráttuna og mennina, sem að henni standa af
báðum hálfum.
Þegar lokið er frásögninni um þessar deilur Ögmundar, gerist
sagan alt svipmeiri og skemtilegri. Dregur þá að viðureign hans
við konungsvaldiö og nýja siðinn. Stækka þá viðfangsefnin, og
biskup sjálfur að sama skapi. Meðan hann snuörar eftir saka-
stöðum á undirmönnum sínum sjer til fjár, vekur hann óhug einn,
en þegar hann rís örðugur til varnar trú sinni og kirkju og lætur
fyrir að lyktum fje Bitt og frelsi og að líkindum líf sitt nokkru
fyr en ella mundi, þá munu fáir synja honum samúðar, jafuvei
þótt fullkomnir andstæðingar hans sjeu um trúmálin. Mælir þá
engin í móti, að þar fari höfuðsköruugur og stórmenni. Er eigi
kyn þó að landar hans hafi löngum horft með hluttekningu og
gremju á harða svipinn, er hann hverfur í kaf í dönskum hers-
höndum. Þess hefir Gissur Einarsson lengi goldið, og það meir en
skyldi. Hvergi sjest, að hann eigi sök á því, hversu ómannúðlega
var farið að Ögmundi, er hann var tekinn og fje hans svikið af