Skírnir - 01.01.1922, Page 192
184
Ritfregnir.
[Skírnir
358) og bætir þar viS þessum lofsorðum auk margra annara:
>Hann notar sjer góðvild konungs til þess eins, er hann hugði
mega verða til þjóðþrifa, og kemur jafnan fram sem einlægur og
og þjóðrækinn umbótamaður«. Það kemur eigi síst í ljós í áhuga
hans og afskiftum af skólamálum og uppfræðslu. Sjálfur hafði
hann gengið í skóla hjá þ/skum fornmentamönnum og orðið þeim
handgengin. Höf. telur hann fyrsta mann þeirrar stefnu hjer á
landi. Má vel vera að svo sje, þó að mjer virðist eins og fyrsta
öldubrot hennar hafi borist hingað með Stefáni Jónssyni lærða, er
aftur hóf skólakenslu í Skálholti. Á námsárum hans erlendis var
sú hreifing nokkuð á veg komin a. m. k. á þýskalandl. En þegar
Ögmundur rak Gissur frá sjer nýkominn heim frá námi, þá lenti
hann um hríð í Þykkvabæjarklaustri, og er haft eftir honum, að
bókasafnlö þar hafi )>gert sjer mestan bata<. Mundi sá >bati«
ekki hafa verið Bá að kynnast fornum bókmentum vorum og læra
að meta þær og um leið íslenska tungu? Og þá kem jeg aö þvf,
er jeg kann höf. mesta þökk fyrir í bók þessari og jeg veit eigi
betur en hann hafi oröiö fyrstur manna til að vekja eftirtekt a,
en það er umhyggja Gissurar og virðing fyrir íslenskri tungu og
afreksverk þeirra Odds Gottskálkssonar í hennar þarfir. Jeg hefi
ekki rúm til að rekja það efni. í bókinni er það gert nákvæm-
lega af mikilli rækt og skilningi. Jeg vil einungis benda á þetta:
þeir hefja nýja bókagerð á íslensku og leggja þannig grundvöll
að bókmáli í nýjum stíl, sniðnum eftir mæltu máli, og tekst það
undariega vel, þegar þess er gætt, hversu nálega öll hjálpargögn
vantar, sem nú eru á hverju strái. Bækurnar verður að gefa út
að öllu leyti erlendis. Þeir eru báðir f Daumörku um veturinn,
sem nýjatestamentið er prentað þar, og gengur þó skrykkjótt að
hafa hemil á prenturunum, sem ekkert skilja. Danir eiga ekki til
stafinn >þ«, en það verður að búa hann til. Þeir Gissur þola
ekkl að fslenskunni sje misboðið svo, að setja th fyrir þ. Þeir
keppast við að þýða bækur á íslensku; ráðast að gamla testament-
inu þegar er því nýja er lokiö; skifta þar verkum með sjer, og
heflr Gissur afkastað furðulega miklu á þelm fáu árum, sem hann
lifði. Hann var vandur að því, að alþýða fái fræðlsu og að ekki
sje fariö að bjóða hana á dönsku í stað latínunnar áður. Oss er
engin vorkuu á að skilja, hvað hjer var f húfi, ef vjer gáum
að, hvernig siðaskiftin ljeku Norðmenn í þesBU efni, þar sem
danskan ruddi sjer til öndvegis. Hvernig liti íslenskan nú út, ef
þorninu hefði verið bygt út úr fyrstu prentuðu bókunum? Og