Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 193
Skirnir]
Ritfregnir.
185-
hvað hefði legið eftir þann mann, er slíku hafði áorkað hálffert-
ugur með öllum öðrum störfum, ef hann hsfði fengið að sitja að
embætti sínu 35 ár til?
Eftir sögu Gissurar koma sögur þeirra Marteins og Gísla, eft-
irmanna hans og Ólafs Hjaltasonar. Eru þær minni fyrirferðar,
sem von er, eu það hygg jeg, að allir vaxi þeir heldur en minki
að vinsæld og áliti við þau kynni er bók þessi veitir af þeim, þó
að þeir sjeu nokkuð kollhúfnlegir hjá hinum fyrri skörungum.
Konungsvaldið færist Hka í aukana þegar er Gissur er fallin frá og
brotin á bak aftur mótspyrna Jóns Arnasonar. Síðasti kapitulinn
er um bókagerð þessara manna, er frá hefir verið sagt. Er þar
mikill fróðleikur saman kominn, og mun hann mörgum nystárleg-
ur, eigi síst sýnishornin af þýðingum Odds og viðbætirinn, þar
sem skýr grein er ger fyrir sálmabókum þeirrra Marteins og Gísla.
En vel eru mælt viturlega — og eigi að óþörfu — varnaðarorðin
við því, að meta ritstörfin við skoðanir nútiðarmanna, því að
»það er hverjum manni ráð, þeim er kynna vill sjer rit og fram-
kvæmdir fyrri manna, að stiga á skip og hníga á öld með sjálfum
höfundunum og fylgja þeim með alúð og nærgætni«.
Mig brestur þekkingu til að dæma um rannsóknir höf. á
heimildum þeim, er hann byggir á, en þær virðast vera vandlega
hugaðar og af sannleiksást, og varla eru þau heimildarrit á glám-
bekk, sem hsnn hefir eigi athugað. Hann segir hispurslaust skoð-
un sina um menn og atvik og kveður stundum alldjarft að, en
engu sfður til lofs en lasts, og lítur með sanngirni á málavexti. Er
ekki kyn, þó að mjer verði dómur hans vel að Bkapi, þvi að
þykkjur okkar fara þar mjög saman. Frásögnin er skýr og gagn-
orð, mannlýsingar viða snjallar, málfar hreint, einkennilegt og
þróttmikið, ekki laust við fornan keim, sem vel fer á i söguriti.
Til útgáfunnar er vel vandað og bókin yfir höfuð að tala mikill
fengur og góður.
Þessar smáathugasemdir komu mjer í hug við lesturinn: Bls.
154. Brúnastaðir er efsti bær í Flóa út við Hvító. Brúnavellir
heitir bær á Skeiðum. Hjer er átt við Brúnastaði.
Bls. 406. Heldur mun það of mælt, að unglingar hafi neyðst
til að læra að lesa, þó að þeir lærðu fræðin. Svo skilst mjer
bæklingur Guðbrands biskups um ferminguna sem hann ætli prest-
um að kenna fræðin munnlega af stólnum í hverri messu. Til
hins sama finnast mjer benda brjef Gissurar. Þegar Harboe var
á ferðinni undir miðja 18. öld var meiri hluti barna enn ólæs,