Skírnir - 01.01.1922, Síða 195
Skirnir
Ritfregnir.
187
undir með vissu. í ritgerðinni er fyrst scgulegt yfirlit yfir það
sem áður hefir verið gert; því næst er skýrt frá einstökum teg-
undum og útbreiðslu þeirra á svæðinu, og loks samanburður á
lindýralífi þar við aðrar atrendur landsins og við nágrannalöndin
við Atlantshaf. Sýnir þeBsi samanburður, að lindýrum Vestur-
strandarinnar svipar yfirleitt til þess, sem er við norðan- og vestan-
verða Evrópu (Noreg—Bretlandseyjar), en þó mest til Noregs fyrir
norðan heimskautsbaug (Hálogaland og Finnmörku). Úti í flóun-
um stóru (Faxaflóa og Breiðafirði) svipar því meira til Suður-
Noregs, en hefir meiri kuldablæ á sjer við Vestfirðl og inni í hin-
um dýpri innfjörðum.
Ritgerðin er mjög fróðleg, og hefir höfundurinn með henni unn-
ið mikið verk, nákvæmt og vandað, eins og hann er vanur, og er
óskandi, að hann geti smámsaman komist alt í kringum landið.
B. Sæm.
Einar Benediktsson: Vogar. Rv. 1921.
Nú f haust eru liðin 25 ár síðan Einar BenediktsBon gaf út
fystu bók sína. Sögur og kvæði komu út 1897, Hafblik
1906, Hrannir 1913 og Vogar 1921. Þar að auki hefir
hann þýtt Pietur Gaut (1. útg. 1901, 2. útg. 1922). Ekk-
ert íslenskt ljóðskáld hefir int neitt viðlíka verk af höndum a
síðasta manusaldri, enda skipar hann nú öndvegið.
íslendingar áttu í fyrstu bágt með að átta sig á kveðskap
E. B. Um eitt skeið var það áreiðanlega talið gáfnamerki, að
skilja haun e k k i. Menn töldu sjer það beinlínis til gildis. Þeg-
ar Skútahraun birtist i »Sunnaufara« urðu menn alveg for-
viða, — og margir bæði hryggir og reiðir. Þetta var ekki skáld-
skapur, heldur kolsvart moldviðri! Að vissu leyti er þetta
vel skiljanlegt, því að hjer var heimtuð miklu meiri áreynsla af
íslenskum lesöndum, en þeir höfðu átt að venjast, og flestir
þeirra þyktust við, — fanst sjer gert óþarft ónæði. Ef ein-
hver þóttist skilja eitthvað í kvæðinu, var honum virt það
til fordildar. Nú munu flestir bóklæsir menn undrast, hvað kveð
skapur E. B. kom flatt upp á almenning, og rauuar flesta menta-
menn ekki síður. En þó er það sannleikurinn, að ný kynslóð
þurfti að vaxa upp, áður en skáldskapur hans var metinn að
verðleikum.
Það er mesti heiður E. B., sem aldrei verður af bonum