Skírnir - 01.01.1922, Side 196
188
Ritfregnir.
[Skírnir
tekinn, a5 hann hefir aldrei orkt eitt vísuorð fyrir aðra en sjálfan
sig. Hann hefir vafalaust girnst alþýðuhylli, ekki síður en aðrir
rithöfundar, en hefir aldrei viljað vinna það til, að leggja eitt
höfuðhár sitt í sölurnar. Þrátt fyrir það á hann nú stóran söfnuð
í landinu, sem fer sívaxandi. Áhrif hans á íslenska skáldment eru
þegar orðin mikil og bersýnileg, og sumir hinna yngri skálda eru
háðari honum, en þeim sjálfum er holt. Það orkar ekki tvímælis,
að hann er höfuðskáld landsins, eftir að Mathías fjell í valiun.
1 hinu síðasta kvæðasafni haus stendur skáldskapur hans enn
í fullum blóma. Hann yrkir enn sem fyr um alt milli himins og
jarðar. En það eru þó einkum tvö yrkisefni, sem aldrei víkja úr
huga hans, sem sækja á hann seint og snemma og láta hann
aldrei í friði. Annað er ísland, en hitt er hin eilífa spurning um
guð og mann, um iif og dauða, um tíma og eilífð.
í huga E. B. er ísland ekkert annað en endurminningin og
vonin. Hann snýr sjer með takmarkaiausri andstygð og óbeit frá
samtíðinni (»Djöfladans«, »Fróðárhirðin«). Eu hann sjer haugaelda
brenna yfir allri fortiðinni, hann veit að þar eru dýrir, ósviknir
málmar undir, og draumar hans um framtíðina verða stórir og
bjartir. Hann trúir á það, að íslandi sje ætlað feiknarlegt hlut-
verk í menningarbaráttu þjóðanna:
Vort land er í dögun af aunari öld.
Nú rís elding þess tíma, sem fáliðann virðir.
Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld,
en með víkingum andans, um staði og hirðir.
Vort heimslíf er tafl fyrir glöggeygan gest,
þar sem gæfan er ráðin, ef leikurinn sjest —
og þá haukskygnu sjón ala fjöll vor og firðir.
Eða sem hjer segir, í öðru kvæði:
Þú hvílir i töfrum, mærin við Norðurmar;
því mæna þln fjöll undir sólu með skygðum brúnum-.
Nær rennur af hafi hið dýra, farmþunga far
með frelsandi eggjunarrödd að sofandi túnum?
— Handan við jökla og höf lyftist gullni sprotinn
til höggs móti forneBkju draugunum, töturbúnum.
Nú finst mjer þín vornótt, ísland, sem skjálfandi skar
mót skínandi degi. — Álög þín verða brotiu.
Jeg veit ekki, hvort E. B. hefði orkt mörg kvæði af þessu
tæi, ef hann hefði alið allan sinn aldur hjer á landi. En á tveim-