Skírnir - 01.01.1922, Síða 197
'Skirnir]
Ritfregnir.
189
síðustu áratugum hafa leíðir hans legið víðsvegar um lönd, svo að
hann hefir ekki daglega haft óþefinn af íslensku þjóðlífi í vitun-
um. í fjarlægðinni hefir skapast sú kyrð í huga hins einföria og
víðförla skálds, sem er nauðsynleg til þess að trú og draumar geti
þrifist. Flestir íslendingar hafa megnustu fyrirlitningu á slíkum
»draumórum«, og telja hrakspárnar einar og vantrúna á skyusam-
legu viti bygðar. En það er þó sannast mála, að ef sterk og
ódrepandi framtíðartrú glæðist ekki sem fyrst hjer á landi, þá er
ekki anuað sýnna en að alt vort þjóðlíf muni mygla og fúna nið-
ur til grunna. —
E. B. hefir haft ríkari tilfinningu fyrir því, en nokkurt ann-
að íslenskt skáld, að lifið er hyldjúpur, ótæmandi leyndardómur.
Tilhneiging hans til dulrænnar lífsskoðunar hefir sett sitt mark á
allan hans skáldskap, hefir frjóvgað hann og auðgað, en líka spilt
honum á köfium, gert hann þungan í hreyfingum og myrkan.
Hann yrkir best, þegar hann undrast mest, en miklu miður
þegar þann þykist sjá ráðning gátunnar. — —
Meðal einstakra kvæða í »Vogum« má sjerstaklega nefna hin
sönnu og fögru erfiljóð eftir Matthías Joehumsson, drápuna til
Kristjáns X., Morgun, Bláskógaveg, Einræður Starkaðar og síðast
■en ekki síst, Útsæ. í því kvæði er þetta erindi t. d.:
En stoltastur ertu og stærstur i roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin þau hanga á himninum slitin í tötra. —
Það hriktir í bænum eins og kipt sje i fjötra.
— Þá bryður þú gaddinn við grúfandi bátastefnin.
Grunnsjórinn beljar um voginn svo jarðirnar nötra.
En hafáttin er í ’númi og blikuin til skifta;
hún hleypir skammdegisbrúnura föl undir svefninn.
Þá hamastu, tröllið. í himininn viltu lyfta
hyljum þíns eigin dýpis og álögum svifta.
í þessu erindi er list E. B. á hæsta stigi. Hjer er hann
málari og myndasmiður og hjer eru mörg önnur hin glæsileg-
ustu einkenni hans, kraftur og frumleiki málsins, hin snöggu
tilþrif og hin föstu átök. Slíkar náttúrulýsingar sem þeBSÍ finn-
ast vfðsvegar í skáldskap hans og eru þær alveg dæmalauBar í ís-
lenskri ljóðagerð og sjálfsagt þótt víðar væri leitað.
Einars Benediktssonar verður iengi minst í bókmentasögu ís-
lands. Hann líkist engum nema sjálfum sjer. List hans er alltaf