Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 198
190
Ritfregnir.
[Skírnir
sjálfri sjer trú. Hitt þarf auðvitað ekki að taka fram, að hann
yrkir ekki altaf jafn vel. Hin yngri skáld ættu að læra sem mest
af honum, sjerstaklega að vera kröfuhörð við sjálf sig. En hitt
ættu þau ekki að reyna, að stæla hann, því að það tekst áreiðan-
lega engum manni. A. P.
Arne Möller: Hnllgrímnr Pótursson’s Passionssalmer.
Kh. 1922.
Þessi bók er meðal annars merkileg að því leyti, að hún er
hin fyrsta doktorsritgerð, sem samin hefir verið um efni úr hinni
yngri bókmentasögu vorri. Sú var öldin, að háskólanum í Khöfn
var ekki ljúft að viðurkenna, að til væru nokkrar íslenBkar bók-
mentir eftir árið 1400, en nú er sá misskilniugur þá að leiðrjett-
ast, eins og svo margt annað.
I íslenskum blöðum hefir þegar komið fram allnákvæm grein-
argerð fyrir mótbárum þeim og athugasemdum, er fram komu,
er ritgerðin var varin á háskólanum. Verður því farið fljótt yfir
sögu i þessum ritdómi.
Það er höfuðkostur bókarinnar, að höfundurinn hefir bersýni-
lega sökt sjer djúpt niður í skáldskap Hallgríms Pjeturssonar.
Hann hefir þá ást á verkefninu, sem er eitt höfuðskilyrðið fyrir
þvi að geta skrifað góða bók. Hann virðist og hafa mjög góða
þekkingu í íslensku, og smekkur haus fyrlr islenskri ljóðagerð er
viss og heilbrigður.
Rannsókn höf. á heimildum þeim, sem sjera Hallgrímur hafi
stuðst við, er hann orkti Passíu-sálmana, er aðalnyjung bókariunar.
Synir höf. fram á með góðum og gildum rökum, að Eintal sálar-
innar eftir Martin Moller sje sú liud, sem Hallgrímur hafi mest
ausið úr. í því sambandi hefði hann ef til vlll átt að geta þess,.
sem segir um Pjetur Guðmundsson, föður sjera Hallgríms, að hann
hafi sofnað (þ. e. dáið) »bak við múrinn á Hóium, er hann var
að lesa Eintal sálarinnar« (Bisk.s. II. [Kh. 1878], bls. 688). Bend-
ir þetta til þess, að Hallgrfmi hafi verið bókin kunn frá blautu
barnsbeini. Hann hefir vafalaust teigað hana í sig á up.gum
aldri, sjáifsagt kunnað hana eða stóra kafla úr henni utanbókar,
og hefir því að líkindum oft notað hugmyndir og samlíkingar
Motlers ósjálfrátt og óafvitandi. Það er ekki trúlegt, að slíkt
skáld sem H. P. hafi haft bók liggjandi á borðinu fyrir framan
sig, þegar hann orkti, »sjer til hliðsjónar«. En hvað sem því