Skírnir - 01.01.1922, Page 202
II
Skýrslnr og reikDÍngar.
[Skírnir
Forseti las upp reikninga fjelagsinB 1921 yfir tekjur og gjöld
og efnahagsreikning 1. jan. 1921. Reikningana höföu endurskoð-
eudur fjelagsins endurskoöað, og eigi talið neitt athugavert við.
Voru reikningarnir samþyktir með öllum greiddum atkvæðum.
Lesinn var upp endurskoðaður reikningur Afmælissjóðs hins
íslenzka Bókmentafjeiags 1921.
SömuleiðÍ8 lesinn upp endurskoðaður reikningur sjóðs Mar-
grjetar Lehmann-Filhó’s 1921.
Skýrt var frá úrslitum forsetakosninga og fulltrúaráðs, er fram
fóru á þessu ári. Allir þeir, sem frá skyldu fara, höfðu verið
endurkosnir.
Forseti skýrði nokkuð frá starfsemi fjelagsinB bæði nú, og
þeirri, er fyrirhuguð hefði verið, meðal annars frá því, að fjelags-
stjórnin hefði afráðið að hætta við útgáfu rita Jónasar Haligríms-
sonar, og eftirlátið mönnum þelm, sem að útgáfunni höföu unnið,
útgáfurjettinn, og lagt til stuðnings útgáfunni það fje, sem varið
hafði verið til undirbúnings útgáfunnar.
Endurskoðendur til næsta aðalfundar endurkosnlr með lóiataki
þeir Klemens Jónsson ráðherra og Þorsteinn Þorsteinsson hag-
stofustjóri.
Þorkell Þorkeisson forstjóri löggiidingarstofunnar gerði fyrir-
spurn um útgáfu Annála og Kvæðasafns, fyrirkomulag og hversu
útgáfu þeirra mundi mikið gæta meðai útgefinna bóka fjelagsins
framvegis. Forseti svaraði meðal annars því, að útgáfa annara
bóka hjeldi auðvitað jafnframt áfram eftir faungum, enda mundu
ár líða svo, að þsssi rit kæmi ekki út.
Magnús docent Jónsson talaði nokkuð um Skírni, og lagði
sjerstaka áherzlu á, að hann flytti rækilega ritdóma og greinagerð
um nýjar bækur, innlendar og útlendar. Forseti talaði í aama
anda, en taldi eigi gerlegt að breyta mjög til án rækilegrar íhug-
unar, og urðu enn nokkrar umræður um Skírni.
Guðmundur R. Óiafsson kennari hreifði því, að fjelagið gæfi
út eitthvað eftirlátinna rita pióf. B. M. Ólsens, svo sem orðaBafn
hans. Forseti kvað fjelagsstjórninni ókunnugt um þau rit.
Að gefnu tilefni frá Þorsteini Finnbogasyni (kennara) gat for-
seti þess, aö honum væri ókunnugt um, að Bókmentafjelagið ættl
kost á að gefa út nokkuð eftirlátinna rita próf. Þorvalds Thor-
oddsens. Mundi Fræðafjelagið taka það að sjer.
Þorkell Þorkeisson beindi til Btjórnarinnar tiimælum um, að
athuga, hvort eigi mundi heppilegt, að gerð væri breyting á lög-