Skírnir - 01.01.1922, Síða 203
Skirnir]
Skýrslur og reikningar.
III
um fjelagsins í þá átt, að kosningar í fulltrúaráð yrði leynilegar
og hlutfallskosningar. Urðu nokkrar umræður um þetta. Forseti
kvað stjórn fjelagsins mundu athuga þetta mál.
Fundarbók lesin upp og samþykt.
Kristinn Daníelsson.
Einar Arnórsson.
Ræöa forseta Bókmentafjelagsins
dr. Jóns þjóðskjalavarðar Þorkelssonar, haldin á
aðalfundi fjelagsins 17. júní 1922.
Um leið og jeg nú get þess, að fjelagið hrindur þessum tveim
miklu verkum eða ritsöfnum, Annálasafni og Kvæðasafni, af stað,
fæ jeg ekki bundist þeBS að fara þar um nokkrum orðum. — Jeg
nefni þessi ritsöfn mikil. Þau eru að vísu ekki mikil enn, en
þeim er ætlað að verða miklum.
Þeim er ætlað að ná yfir 400 ár í sögu vorri og bókmentum,
og kynslóðunum næstu er ætlað að halda þeim fram, þar til yflr
lýkur, því að ekki þurfum vjer, sem nú lifum, að ætla oss þá
dul að sjá fyrir endann á þessum ritsöfnum hvorumtveggja.
Fyrir frekum hundrað árum, þegar fjelag vort var stofnað
(1816), var svo ástatt hjer á landl, eð þá var að eins eitt fjeiag til
meðal vor, er fjekkst við að gefa út bækur. Það var, eins og menn
vita, hið nafnkunna Landsuppfræðingarfjelag.
Eins og nafn þess bendir á, stefndi það einungis að því, að
gefa út almenn alþýðufræðirit, og hafði þá þegar gefið út ýmsar
góðar bækur í þeirri grein, en af þvf, sem heitir vísind!, skifti
það sjer ekki, og ekki heldur af fornritum eða sagnaritum vor-
um. Þó má þess geta, að það fjelag gaf út Eftirmæli 18.
aldar eftir Magnús Stephensen, og part framan af Heimskringlu.
Hinir yngri mentamenn vorir þá, og hinn nafnfrægi danski maður
Rasmus Kristján Rask, fundu mjög til þess, að Landsuppfræðingar-
fjelagið væri alveg ónógt þörfum vorum, og að hjer riði á fjelags-
skap, sem tæki að sjer sögu vora, mál vort og bókmentir á öllum
tímum, og sú var því nokkurn veginn skorðuð stefna þess í önd-
veröu, og skyldi fjelagið jafnan koma þar fram, sem mest lægi
við, mest þyrfti á að halda og að mestu gagni mætti verða.
Þá var að vísu vaknaður töluverður áhugi erlendis fyrir forn-
ritum vorum og töluvert hafði þá verið gjört til þess að koma