Skírnir - 01.01.1922, Page 205
Skirnir]
Skýr«lur og reikningar.
Y
verið gefnir út tvívegis, en hinar síðari aldir hafa hjer, eins og
víða annarsstaðar, orðið út undan til þessa, og eigum vjer þó frá
þeim tímum mikil söfn af annálum, sem eru áríðandi og ómissandi
heimildarrit fyrir sögu landsins, og renna svo sem samhliða bkjölum
vorum og öðrum bestu sagnaheimildum, og styður þar hvað annað
og fyilir. Þessum annálum síðari alda hefir lítill gaumur verið
gefinn og af þeim fátt eitt prentað (að eins tveir annálar), og það
litla, sem útgefið hefir verið, er nú að nokkru leyti svo sem það
hefði aldrei prentað verið. Þessi miklu annálasöfn hinna síðari
aldanna mega því heita með öllu órannsökuð, og mun víst flestum,
sem vit hafa á, synast sem ekki sje eftir neinu að bíða, að við
þeim sje farið að hreifa. Það er útgáfa þessara merkisrita, sem
fjelagið er nú að hefja, og átt hefði í raun og veru að hafa getað
verið hafin fyrir löngu. Áhlaupaverk er útgáfa annálanna að vísu
ekki, heldur er hún vandasöm á marga vegu, frumrit þeirra fæstra
til og þeim oft margvíslega steypt og stokkað saman í þeim af-
Bkriftum, sem nú liggja fyrir. En fjelagið hefir nú fengið hinn
duglegaBta mann, Hannes skjalavörð Þorsteinsson, til þess að sjá
um útgáfuna, gagnkunnugan þessum efnum og gjörlærðan í sögu
landsins, svo aö útgáfunni á að vera vel borgið l höndum hans.
Hafi fornaldarritum vorum í óbundnu máli verið gjörð full
skii, þ'á hefir kveðskap fornaldarmanna ekki síður verið skilað á
land. Töluvert hefir og verið gefið út af riddarasögum þeim, er
teljast til fornaldarinnar. Sú grein bókmenta vorra er þó engan
veginn enn rannsökuð til neinnar hlítar, enda fylgja þær bók-
mentir oss gegnum miðaldir og síðari aldir. Varla er þó líklegt,
að vjer hjer á landi þurfum að skifta oss mikið af útgáfu riddarasagn-
anna, öðruvísi en þa til gamans fyrir fólkið, því að sennilega
þykir útlendingum einhvers um þær vert til samanburðar við samskon-
ar rit frá fyrri öldum hjá sjálfum sjer, því að af útlendum toga eða eftir
útlendum fyrirmyndum munu flestar riddarasögurnar vera. Þó að þær
sjeu samsetningur, eru þær þó merkilegar sökum málsins, jafnfamt
því sem þær sýna, hvað fólkið í landinu hefir haft sjer til dægra-
Btyttingar í margar aldir. Það hefir verið gömul trúarsetning, sem
hver hefir eftir öðrum tekið athugalítið, þekkingarlítið og órann-
sakað, að alt andlegt líf og bókmentir hafi fallið hjer niður og
i dá í byrjun 15. aldar, og að bókmentir miðaldanna og hinna
síðari alda væri annað tveggja engar eða þá lítils sem einkis
vlrði, og slíkt hið sama væri um flest söguleg gögn. En hver
norrænna þjóða á skáld á fyrra hluta 16. aldar á sfna tungu, er