Skírnir - 01.01.1922, Síða 206
VI
Skýrslnr og reikningar.
[Skírnir
taki fram Jóni biskupi Arasyni, Sigurði blind, eða Halli presti Ög-
mundssyni? Er þar öðrum til að jafna en Luther? Fyrir 30—40
árum mátti heyra þenna són þulinn, bæði hjer á landi og erlendis.
Þegar þetta fjelag gaf út kvæði Stefáns Ólafssonar (1885—’86),
mátti heyra nóg um það, jafnvel af þeim mönnum, sem þá þótt-
ust hafa vit á bókmentum, hve gagnómerkileg þau ljóðmæli væri
og að BÍíkt ætti ekki út á prent að gefast. Nú munu flestir, sem
vit hafa á, kannast við, að þar hafi verið gefinn út kveðskapur þess
veraldarskálds, sem á sinni tíð var mest höfuðskáld yfir öll Norður-
lönd. Það skal til heiðurs sagt þeim mönnum, er stofnuðu Bók-
mentafjelagið, að þeir voru um þessi efni skilningsgóðir. Eitt af
fyrstu verkefnum, er fjelagið tók sjer fyrir hendur fyrir meira en
hundrað árum, var það að gefa út kvæðasafn í stórum stíl frá
hinum síðari öldum. Meðal annars má sjá það af brjefum Bjarna
konferenzráðs Þorsteinssonar, að honum hefir ekki verið meiri
áhugi á árabilinu 1817—’18 á öðru bókmentafyrirtæki en einmitt
útgáfu slíks kvæðasafns. Fjelagið byrjaði og að gefa það út, og
kom fyrsta deild þess út 1823, og það voru einmitt ljóðmæli Stef-
ánB Ólafssonar. Önnur deild var og búin til prentunar, en kom
aldrei út, og er handritið að þeirri deild glatað, en til er enn for-
máli sá, er fylgja átti þeirri deild, gjörður 1826 og undirritaður
af Bjarna Thorarenssen, Hallgrími Scheving og Árna Helgasyni,
sem á þeirri tíð þóttu manna hæfastir til að sjá um slíkar bók-
mentir. Yfirlit er og enn til um það, hvaða ljóðmæli áttu í
þeirri deild að vera.
Orsökin til þess, að útgáfa þess kvæðasafns fjell niður, mun
bæði hat'a verið efnaleysi fjelagsins þá og jafnframt það, að þá
voru engin handritasöfn bjer á landi til, nema lítilsháttar á víð og
dreif hjá einstökum mönnum, en handritasöfn þau, sem til voru
þá erlendis, tiltölulega fátæk af ijóðmælum frá síðari öldum. Mun
því hafa brostið tilfinnanlega efnivið í þetta rltsafn.
Jeg hefi aldrei getað sökt mjer ofau í fornöidina eina, og tók
strax á stúdentsárum að fást við miðaldiruar og síðari aldirnar,
einkum kveðskap þeirra tíma og bókmentir. En fje lá þá ekki á
lausu til þeirra iðkana, en lausara var það fyrir til annars
harka, svo sem Fornbrjefasafnsins, sem jeg rauuar sje aldrei eftir,
að jeg hefi fengizt við En kasta varð jeg þá frá mjer kvæðunum
fyrir meira en 30 arum, um leið og jeg þá gaf út nokkurn lyk.il
um kveðskap miðaldanua eftir því, sem rannsóknum míuum var þá