Skírnir - 01.01.1922, Page 207
Skirnir
Skýrslur og reikningar.
YII
komiS. En geðfelt hefði mjer þá verlð að geta byrjað útgáfu mið-
aldakvæðanna og ljóðagerðar síðari alda.
Það er nú þvílíkt kvæðasafn, er vjer erum nú að hefja, og
taka á yfir miðaldirnar og hinar síðari aldir, sem fjelag vort taldl
skyldu sína i öndverðu að koma út. Nauðsyn slíkg ritsafns þarf
ekki að gera mönnum ljósa með mörgum orðum. Háskóli vor hef-
ir í verki væntanlega sannfært flesta um það með því að veita
fjelaginu tvívegis styrk til að undirbúa og gefa út þetta ritsafn.
Og skylt er að minnast þess, að um það efni hafa prófessorarnir í
íslenzkum fræðum reynst hinir beztu stuðningsmenn. Bókment-
ir vorar frá þessum öldum liggja kasaðar í haugum og hrúgum
handritasafnanna, sem tiltöluiega fáir hafa aðgang að og fæstir
þekkja til neinnar hlítar. Hin veraldlega ljóðagerð landsmanna
er einhver allra merkilegasti þátturinn 1 bókmentum vorum, og
þeBsar aldir eru sjerstaklega merkilegar um það ofni. Ljóðagerð
fornaidarinnar var komin ( kút og hnoð. Urðu því hinar mestu
framfarir til bóta, er tekinn var upp rímnakveðskapurinn og nýr
háttur Ijóðagerðar að öðru leyti. Kveðskapur vor kastaði þá elli-
belgnum. í þessu kvæðasafni er þó ekki ætlast til, að skift sje
sjer af rímunum í heild sinni. Þær eru svo mikill og gagnmerki-
legur þáttur í bókmentunum, að þær eru út af fyrir sig ærið
rannsóknar-, útgáfu- og viðfangsefni. Ekki verður hjer heldur í
safni þessu fengist við hina lútherskn kirkjusálma. Þeir verða að
vera sjer um sálufjelag bvo sem þeir eru. Allur annar kveðskap-
ur vor á þessum tíma á hinsvegar að koma til greina við útgáfu
þessa kvæðasafns. Frá því um 1400 og fram um siðaskiftin verð-
ur að sjálfBÖgðu gersópað öllu því af ljóðmælum inn í kvæðasafn
þetta, er t'innast kann; en úr því fram í sækir og verkefnið vex,
má ætla að kasta megi ýmsu frá, sem minna háttar er. Það verð-
ur að leggja mikla áherzlu á að koma út ekki síður bókmentum
vorum sjálfum heldur en sagnaritum. Bókmentir vorar eru al-
þjóðareign, og þá eign verður að gera að nothæfri eign fyrir alla,
og það má að eins verða með því einu móti, að bókmentirnar sjálf-
ar sjeu gefnar út til afnota, úrvinslu, rannsóknar og athugunar
öllum, Að vísu má, þó að alt liggi í haugum handritasafnanna,
gera rannsóknir um einstök atriði, en sá er gallinn á því, að aðr-
ir geta þar ekkert eftirlit haft með því, hvernig rannsókuirnar eru
gerðar, nema með því elnu mótl að vinna upp alt það verk, er sá
hefir unnið, sem rannsakað hefir. Og svo verður það æ meðan svo
stendur sem nú er, að hver einstakur maður, sem í eitthvað vill