Skírnir - 01.01.1922, Page 208
YIII
Skýrslur og reikning»r.
Skirnir
hn/sast af þessu tægi, verður a5 gera rannsókn í gegnum alt í
haugum handritanna um hvert einstakt efni, og þó jafnan undir
hælinn lagt, hvort alt hefir verið kannað til hlítar. Hjer verður
því að gera allsherjar rannsókn í eitt skifti fyrir öll og rífa bók-
mentir vorar upp úr flaginu. Er það verk, sem alþjóð á heimtingu
á, að gert sje, og hún skyldug sjálfri sjer að gera. Tjáir ekki í
það að horfa, þó að það taki langan tíma. Á því verður nú að
byrja, og næstu kynkvislir vorar verða að halda því fram og full-
komna það.
Það er mál komið að hætt sje að skrifa svo um sögu vora og
bókmentir, að þar sje ekkert á að græða, að alt sje yflrborðsverk,
bygt á annarar og þriðju handar heimiidum og ónógri rannsókn.
Hálfverkin og þekkingarleysisþvættingurinn verður þar að hætta.
Tímarnir eru og, sem betur fer, tvennir nú og fyrir þrjátíu
til fjörutín árum. Þá voru miðaldirnar órannsakaðar og nálega alt
frá þeim álitlð einkÍ3 virði. Nú er þegar byrjað að gefa út safn
af rímum miðaldanna, og söguleg gögn vor frá þessum tímum hafa
nú á þessu 30—40 ára tímabili verið mjög könnuð með útgáfu
Fornbrjefasafnsins. Og það hefir ekki látið sig án góðra afleiðinga.
Meðal annars hefir samkeppnisefni um kennarastól við háskólann hjer
verið bygt á þeim rannsóknum, sem þar eru framkomnar. Sá mað-
ur, sem fyrstur hefir hlotið doktorsnafnbót hjer við háskóla vorn,
hefir einnig sótt efni i doktorsritgerð sína til scmu rannsókna.
Enn hefir sami maður, prófessor Páll Eggert Ólason, höggvið í sama
skógi mestan efnivið til merkilegs rits um siðaskiftatímana, er hann
uú alveg nýlega hefir út gefið. Og sjálfsagt munu og hljóta mörg
slík rit á eftir að fara, er þangað eigi uppsprottu sína að rekja,
og því fleiri sem Fornbrjefasafninu og þvílíkum rannsóknum miðar
áfram, nú og í framtiðinni. Slíkt hið sama mun verða þegar út-
gáfu kvæðasafns þessa miðar fram, að upp af því munu spretta
merk og mæt rit í eftlrtíðinni, sem bæði geta orðið til gamans,
gagns og sóma.
Jeg hefi ekki hingað til á það minst, hver stefna fjelagsins
eigl að minni hyggju að vera, en hitt sje jeg, að frá upphafi hefir
fjelaginu verið ætlað að vera í raun og veru vísindalegu að miklu
leyti. Við alþyðleg fræði fjekkst það ekki í upphafi að öðru leyti
en því, að það gaf út 10 fyrstu árin íslenzk sagnablöð, sem voru
að eins frjettarit. Síðan lagði það þau niður. En þegar Klaustur-
pósturinn hætti, tók það 1827 upp Skírni, sem fjelagið gefur út
enn í dag í því formi, sem nú hefir hann. Segja fróðir menn, að