Skírnir - 01.01.1927, Side 8
r
Arni stiftprófastur Helgason
1777 — 1869 - 1927.
Eftir dr. Jón biskup Helgason.
í gamalli dómabók segir, að það sé gamalla manna
mál, að svo sé háttað fólki i fjórðungunuin á íslandi, að
tyrir vestan séu vísindamenn, fyrir norðan hofmenn,
fyrir austan búmenn og fyrir sunnan mangarar og
kaupmenn. Vitanlega er þetta til dagdóma að telja þótt
í því felist sá sannleikur, að munur sé á fólki í fjórðung-
um landsins, hvemig sem á því kann að standa. Væri það
verkefni fyrir mannfræðinga að rannsaka nánar. En fyrir
þeim, sem fróðastir eru um íslenzka persónusögu, gæti
annað verkefni legið, hinu ekki óskylt, og það er að rann-
saka, hvaða héruð lands vors hafa gefið þjóð vorri og alið
upp handa henni flesta af þeim mönnum, sem síðar urðu
landsmönnum leiðtogar á menningarsviðinu. Það mun að
vísu orða sannast, að slíkir menn hafi þjóð vorri borizt úr
öllum áttum, en þó er vísast, að sum héruð landsins standi
öðrum framar í þessu tiiliti. Sá sem hér heldur á penna
er algjörlega ófróður um þá hluti, hvort heldur er um það,
úr hvaða sveitum hafi komið flestir ágætismenn þjóðar-
arinnar, eða um það, hve margir athafnamanna þjóðar vorr-
ar séu fæddir útkjálkamenn og útkjálka-uppalningar. Að
órannsökuðu máli dettur manni ósjálfrátt í hug, að þau
héruð hafi framleitt flesta ágætismenn, þar sem landkostir
voru ágætastir, efnahagurinn beztur og menningarbragurinn
mestur. En þótt svo kunni að vera, að þeir séu hlut-
fallslega færri, sem fæddir og uppaldir í útkjálkahéruðum
urðu öðrum fremur menningarfrömuðir með þjóð vorri, þá
1