Skírnir - 01.01.1927, Page 10
Skirnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
3
hinn ungi prestur verið bjartsýnismaður, ekki síður en son-
urinn, sem hér verður sagt frá, enda er það auðlegð fyrir
sig, sem mörgum hefir að haldi komið í lífsbaráttunni hér
á landi fyr og síðar. Hinn 27. okt. 1777 fæddist þeim
hjónum frumgetinn sonur þeirra, sem vatni ausinn hlaut
nafnið Árni eftir móðurföður sinuin. En svo var erfið af-
koman þar norður frá í hinu mikla harðindaplássi, að séra
Helgi sá sér þann kost vænstan eftir tvö ár að flytjast
suður i Grunnavík, og á þeim Staðnum ólst Árni Helga-
son upp, unz honum 18 vetra gömlum var komið í Hóla-
vallaskólann í Reykjavík-haustið 1795. í uppvextinum hafði
Árni vanizt allri sveitavinnu og m. a. stundað sjóróðra á
vetrum. Var honum svo lítið hlíft, þótt ungur væri, að
þegar drengurinn skalf á sjó í kulda og næðingum á vetr-
inn, var honum sagt »að skjálfa af sér kuldann.« í fardög-
um 1795 hafði faðir hans fengið Eyrarprestakall í Skutuls-
firði, sem hann hélt til fardaga 1809, er hann varð að segja
af sér vegna vanheilsu (f 1816).
Mikil hafði fátæktin verið á æskuheimili Árna Helga-
sonar, en þó svarf hún fyrst verulega að honum, er hann
var kominn á skóla, því að fjárstyrk til náms fékk hann
sama sem engan að heiman og varð því »að lifa og deyja
upp á ölmusuna« — og var þó öllu hægara að deyja upp
á hana, en lifa á henni, svo líf gæti heitið. Af 30 skóla-
sveinum, sem þá voru, var Árni einna verst staddur efna-
lega, enda urðu skólaárin í flestu tilliti sultarár. »Fátækt þekti
ég að heiman«, er haft eftir honum löngu síðar, »en sult-
inum kyntist ég fyrst í skóla«. Var það einatt vani hans,
þegar aðrir skólasveinar fóru úr skólanum til fátæklegs
miðdegisverðar út í eitthvert af Reykjavíkur-kotunum, að
Árni gekk suður að Skerjafirði »til að gleypa goluna«.
Annan miðdegisverð fékk hann ekki margan daginn. Á
sumrum dvaldist hann þessi ár á Hausastöðum á Álftanesi
hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni, er þar hélt Thorchillii-barna-
skóla og var kvæntur föðursystur séra Árna, Guðrúnu Ein-
arsdóttur, sem var miðkona séra Þorvalds. Þakkaði séra
Árni ekki minnst þeirri sumardvöl sinni hjá séra Þorvaldi,
1*