Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 12
SkírnirJ
Árni stiftprófastur Helgason.
5
ráðast í slíkt að foreldrum sínum fornspurðum. Tók faðir
hans vel i málið. En móðir hans var erfiðari og latti mjög
fararinnar. »Þú mátt ekki gjöra mjer það«, mælti hún,
»þú gætir ef til vill dáið«. Yngri bróðir hans, Hafliði, var
þá nýlátinn. Því svaraði Árni: »Veit ég það, móðir min,
en ekki fór Hafliði utan, og nú er hann þó dáinn«. Þetta
svar reið baggamuninn. Og veitti móðir hans honum leyf-
ið fyrir sitt leyti.
Síðari hluta sumars 1804 fór Árni utan og lauk þar á
þremur árum öllum sínum prófum, hinu fyrsta með lofs-eink-
unn, en bæði öðru lærdómsprófi og embættisprófi með
ágætis-einkunn, enda mun hann sízt hafa slegið slöku við
þessi lærdómsár sín, fremur en sambýlismaður hans Hafn-
arárin, Bjarni Thorsteinsson (síðar amtmaður), er kom til
háskólans sama haustið og einnig lauk embættisprófi á 3
árum. Allur styrkur, sem Árni naut að heiman bæði til
skóla- og háskólanáms, segir hann sjálfur löngu síðar í
bréfi til vinar síns, að numið hafi 8 ríkisdölum! En bæði
mun hann hafa getað lagt eitthvað af kaupi sínu í Skál-
holti til hliðar og svo styrkti biskupsfrú Valgerður hann,
auk þess sem hann hafði Garðsstyrkinn, svo að sennilega
hefir hann með sparneytni komizt sæmilega og sultarlítið
yfir Hafnarnámið. Að minnsta kosti er aldrei vikið að því
í bréfum hans, að hann hafi safnað skuldum. Meðal
danskra námsmanna eignaðist Árni á námsárunum tvo vini,
sem héldu tryggð við hann meðan lifðu; annar þeirra var
Rasmus Kristján Rask (málfræðingurinn alkunni) og hinn
Frederik Peter Jakob Dahl (síðar yfirkennari í Hilleröd og
prófessor, f 1864). Sagt hafa mér synir hins síðarnefnda
svofelda sögu af Árna Helgasyni, og finnst mér hún lýsa
manninum vel. Daginn, sem Árni lauk embættisprófi, átti
hann síðdegis að sitja veizlu á heimili foreldra Dahls, svo
sem heiðursgestur þeirra. Á tilsettum tíma komu aðrir
boðsgestir, en íslendingurinn ekki Þegar koma hans þótti
dragast óeðlilega lengi, var sonurinn Frederik sendur út af
örkinni, til þess að grennslast eftir, hvernig á því stæði,
hvort Árni hefði orðið veikur eða farið út og gjört sér