Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 13
€
Árni stit'tprófastur Helgason.
[Skímir
glaðan dag eftir jafn stórheiðarlega aflokið próf, og svo
gleymt heimboðinu. Gekk Dahl rakleitt upp á Garð og
inn í herbergi Árna (6. gangi nr. 9). Kom hann þar að
nýbakaða kandídatinum snöggklæddum og steinsofandi í
rúmi sínu. Hafði hann, er heim kom frá prófborðinu, farið
úr kjólnum og fleygt sér í rúmið sitt og sofnað! Var það
látið fylgja sögunni, að slík stilling væri óhugsandi hjá
öðrum en íslendingi; danskur kandídat með ágætiseink-
unn hefði fundið meira til sín en svo, að hann hefði get-
að lagzt til svefns er heim kom.
Af áhrifum þeim, sem hann varð fyrir á háskólanum,
fer litlum sögum. Má gjöra ráð fyrir, að hann, jafnstuttur
og námstími hans varð, hafi notað tíma sinn fremur til
heimalestrar en til að hlýða á fyrirlestra. Allir voru kenn-
arar hans »fræðslustefnunnar« menn fram í fingurgóma, þó
að enginn færi þar jafnlangt og sá, er þeirra var elztur, Claus
Frees Hornemann (f 1830), sem ekki kinokaði við að flimta
á kennarastólnum með það, er mörgum var heilagt, og við
embættispróf lét sér sæma að segja við þann, sem hann
var að prófa: »Það er nógu fráleitt, sem postulinn segir,
þótt þér gjörið það ekki tífalt fráleitara.« Ekki ómaklega
var hann þá líka kallaður »háðfuglinn Hornemann« (»Spot-
teren H.«) af samtíðarmönnum sínum. Annar var D. G.
Moldenhawer, nafntogaður latínugarpur, sem þótti í fyrstu
ágætur kennari, en varð smámsaman leiður á kenslustörfum,
svo utangarna sem þau urðu honum þegar fram liðu stund-
ir. Hann hvarf því og burt frá háskólanum, annað árið sem
Árni var þar við nám. Enn var þar meðal kennaranna
Peter Erasmus Múller, (seinna Sjálandsbiskup f 1834), talinn
meiri sagnfræðingur og norrænufræðingur en guðfræð-
ingur. Má enda telja hann meðal forgöngumanna á sviði
fornsögu-rannsóknanna (gaf m. a. út »Sagabibliotek« í þrem
bindurn, 1817—20). Honum gefur Árni þann vitnisburð
löngu síðar, að »hann hafi þó kennt sér að hugsa.« Loks
má nefna Frederik Múnter (seinna Sjálandsbiskup f 1830),
er var stórlærður og kunni að sögn 12 tungumál (þar á
meðal íslenzku) auk móðurmáls síns. Hann var að vísu