Skírnir - 01.01.1927, Síða 16
Skirnir] Árni stfftpróíastur Helgason. 9‘
er sjálfur viðstaddur úttekt Vatnsfjarðar þá rétt eftir far^
daga. Til Reykjavikur er hann þó aftur kominn í byrjun
júlí, þvi að 9. júlí er hann vígður til prests af Geir biskupi..
En næsta sunnudag (16. júlí) er honum vígður — aðstoðar-
prestur, Jón Mattíasson stúdent. Til þessa voru þær or-
sakir, sem nú skal greina. Þegar séra Árni um veturinn
fékk Vatnsfjörð, hafði hann lofað dönsku skólastjórninni því
að vera til taks, ef á þyrfti að halda nýjum manni til skól-
ans á Bessastöðum, og hefir honum vafalaust verið ljúft
að skuldbinda sig til þess, svo víst sem telja má, að hon-
um hafi þótt það í flestu tilliti ákjósanlegri framtiðarvegur
að verða skólamaður en prestur. Nú stóð svo á, þegar séra
Árni kom heim, að Oddaprestakall var óveitt eftir dauða
séra Gísla Þórarinssonar (1807), en á allra vitorði, að lek-
torinn á Bessastöðum, Steingrímur Jónsson, hafði mikinn hug
á að sækja um það og hverfa frá skólanum. Gat þá séra
Árni búizt við að komast að skólanum innan skamms og
vildi því ógjarnan flytjast lengst vestur á land, fyr en sæi,.
hver niðurstaðan yrði. Þess vegna sótti hann um leyfi
kirkjustjórnarinnar til þess að fela í bili öðrum að þjóna
Vatnsfirði á sína ábyrgð, en dveljast sjálfur syðra fyrst um
sinn. Þó brá hann sér vestur í ágúst um sumarið og
»heilsaði« söfnuðinum þar sem réttur sóknarprestur hans,
en hvarf svo suður aftur. Til þess nú að hafa eitthvað
fyrir stafni réðst hann um haustið heimiliskennari til Magn-
úsar konferenzráðs Stephensens á Innra-Hólmi og dvaldist
þar hinn næsta vetur. Að því má nú vísu ganga, að séra
Árni hafi ekki hugsað upp á aðra stöðu við Bessastaða-
skóla en sjálft lektorsembættið. Því að þótt ekki væri
þar feitan gölt að flá, eins og lektorsembættið var launað
í þá daga, þá var þó enn ógirnilegri undirkennarastaðan
hvað launin snerti. En þetta fór nokkuð á annan veg en
séra Árni hafði gert sér von um. Nokkuru eftir nýár 1810
fékk Steingrímur lektor veitingu fyrir Odda, en skyldi gegna
kennarastörfum til hausts. Og sama dag var undirkennar-
inn eldri, Jón Jónsson, settur lektor. Hafði skólastjórnin ytra
þannig alveg brugðizt séra Árna, er hún setti annan mann