Skírnir - 01.01.1927, Síða 17
10
Árni stiftprófastur Helgason.
[Skirnir
í embættið, og það meira að segja mann, sem lítið orð fór
-af bæði þá og siðar sem kennara. Er svo að sjá, sem séra
Árni hafi nú álitið sig leystan frá skuldbindingum sínum.
En vestur vildi hann þó ekki iara. Sótti hann því um að
mega losna við Vatnsfjörð, því að hann gæti ekki hugsað
til flutnings vestur, en ætli að sækja um prestakall, ef losni,
hér syðra. Þó hefir hann, sennilega fyrir tilmæli umboðs-
stjórnarinnar (o: stiftsyfirvalda), sótt um undirkennara-em-
bættið á Bessastöðum. En þar varð hann aftur fyrir von-
brigðum, því að þegar fram á sumarið kom, var Hallgrím-
ur Scheving settur í það embætti. Eftir því sem séra Árna
farast orð í bréfi til Rasks, kennir hann Byrgi Thorlacíus
prófessor um þessi úrslit. En í sjálfu sér var þessi ráðstöfun
ekki aðfinnsluverð. Scheving var raunar 4 árum yngri að
aldri, en jafngamall séra Árna sem kandidat. Hann hafði
að vísu ekki ágætiseinkunn til prófs eins og séra Árni, en
hann hafði tvö ár í röð hlotið verðlauna-gullpening háskól-
ans fyrir vísindalegar ritgjörðir, og var því í miklu áliti sem
bezta mannsefni. Hins vegar var undirkennarstaða þessi
ekki það keppikefli, að séra Árni setti það fyrir sig, að
ram hjá honum hafði verið gengið þar, enda þótt margir
lægju stjórninni á hálsi fyrir, að séra Árni komst ekki að.
»Ég læt mér nú þetta í léttu rúmi liggja; en þykir þó hins
vegar vænt um, að hér álíta allir, að ég hefði átt að kom-
ast að skólanum«, skrifar séra Árni í bréfi til vinar síns
Fr. P. J. Dahl (27/» 1810). Séra Þorvaldi Böðvarssyni hafði
þá um sumarið (1810) verið veitt Holt í Önundarfirði, en
við það höfðu Reynivellir losnað. Sótti nú séra Árai um
Reynivalla-brauðið og fékk það sér veitt í október um
haustið. En um veturinn dvaldist hann á Innra-Hóhni og
fór ekki til brauðsins fyr en i fardögum 1811. Fyrri vet-
irrinn á Innra-Hólmi hafði séra Árni haft Sveinbjörn Egils-
son til kennslu og útskrifað hann sumarið eftir. Getur hann
Sveinbjarnar í bréfi til Dahls vinar síns og lætur í ljós
beztu vonir um, að sá maður muni »brilliera« er til há-
skólans komi. Annars kvartar séra Árni sáran yfir þvi, hve
lítið vilji verða úr sjálfstæðum vísindaiðkunum fyrir sér.