Skírnir - 01.01.1927, Side 20
•'Skirnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
13
bóndinn gjöri sér akuryrkjuna að hugleiðingarefni, meðan
hann er að vinna að henni«. Og honum getur jafnvel flogið
í hug að flytjast af landi burt til Noregs eða Danmerkur,
nær hitastraumum menningarinnar, þótt slíkar hugsanir fái
sjaldnast langa dvöl hjá honum. Að vísu var menningar-
bragur höfuðstaðarins enn af býsna skornum skammti, —
en þar var þó ýmislegt menntaðra manna bæði í bænum
sjálfum og þó öllu fremur i nánasta nágrenninu.
Fyrsta dómkirkjuprestsárið bjó séra Árni i Reykjavik
og var þá til húsa í húsi því, sem ísleifur yfirdómari Ein-
arsson hafði látið reisa í norð-austur horni Austurvallar
1802 og seinna varð aðsetur prestaskólans um fjölda ára.
Var Rask í kosti hjá þeim prestshjónunum þá um vetur-
inn. En sennilega hefir presti þótt lítt björgulegt hér á
mölinni, því að þegar á næsta vori tekur hann sig upp
héðan og sezt að í Breiðholti. Þar bjó hann síðan unz hann
fluttist til Garða á Álftanesi 1826. Af prestskap hans hér
fara litlar sögur, en vafalaust má telja, að mjög hafi þótt
skifta um til hins betra, er séra Árni tók við af séra Bryn-
jólfi Sívertsen, sem þótti lítill kennimaður fremur, þótt vel-
látinn væri að öðru leyti innan safnaðarins. Eftir að séra
Árni var kominn að Görðum var kveðið um hann sem
prédikara þetta erindi:
Nú er gleði, nú er gleði nóg í Reykjavík
prúður Garðaprestur prédikar þar mestur,
af honum drýpur, af honum drýpur andagiftin rík.
Má gjöra ráð fyrir, að ekki hafi síður þótt drjúpa af hon-
um andagiftin meðan hann var sóknarprestur Reykja-
víkur. En auk þess sópaði mjög að séra Árna, hvar sem
hann kom fram, svo mikill sem hann var á vöxt (nálega
3 álnir á hæð) og bæði fríður og höfðinglegur ásýndum.
Sérstaklega er orð á því haft, hve útlendingum, er hingað
komu og kynntust eitthvað þessum unga presti, hafi þótt
mikið til hans koma, sökum óvenjulegs lærdóms hans og
skarpleika. En, eins og vikið var að, átti kaupstaðarlífið
ekki við séra Árna, og því var það, að hann vorið 1815
tók sér til ábúðar kirkjujörðina Breiðholt upp af Kópavogi.