Skírnir - 01.01.1927, Side 21
14
Árni stiftprofastur Helgason.
[Skírnir
Á þessum dómkirkju-prestskaparárum séra Árna er
hann riðinn við tvær félags-stofnanir hér í bæ. Önnur
þeirra var stofnun Bókmenntafélagsins, en hin stofnun Bibl-
íufélagsins.
Svo sem þegar er vikið að, fæðist hugmyndin um
stofnun Bókmenntafélagsins veturinn, sem Rask var
hjá séra Árna á Reynivöllum. Ræddu þeir það mál senni-
lega bæði þar efra og eins eftir að séra Árni var kominn
til Reykjavíkur. Og hér munu þeir hafa komið sér niður
á, hvert fyrirkomulag væri slíku félagi hagkvæmast. En hér
skal ekki farið frekar út í þá sálma. Vafalaust hefir séra
Árni verið þar sem oftar tillögugóður, og Rask í ýmsu farið að
hans ráðum. En það er eftirtektarvert, hve lítið séra Árni
sjálfur gerir úr hlutdeild sinni í stofnun þessa félagsskapar.
Rask er »stiftarinn«, og sem »umboðsmann stiftarans« undir-
skrifar séra Árni sig í bréfi því, er hann sendi út í júlí
1816, þar sem hann skorar á þá, sem þegar höfðu lofað
að gjörast félagar, að sækja fyrsta fund deildarinnar hér
heima til undirbúnings sjálfs stofnfundarins. Með fram
hefur hann vafalaust gjört þetta með hliðsjón á því, að
Hafnardeildin var þegar komin á laggirnar ytra fyrir for-
göngu Rasks En hann leggur yfirleitt áherzlu á það í bréf-
um til Rasks, að félagið sé hans verk. í bréfi til hans
dags. 13. ág. 1819, kemst hann svo að orði: »Þér er
ekki einungis að þakka, að þetta félag er hafið, heldur og,
að ekki er ólíklegt, að geti staðizt lengi, þegar sjóður þess
heldur eykst árlega en minnkar«. Hann þakkar það í bréfi
4. sept. 1823 Rasks »framsýni í laganna samningi« að »svo
illa sem gengur voru Bókmenntafélagi, er það þó orðið eitt
það langgæðasta og er það því merkilegra sem þar var
þó ekki fyrir endurgjaldi að gangast«. Rask »geti því með
réttu sagt eins og postulinn: »Ég hefi sem framsýnn
byggingarmeistari lagt grundvöllinn«, já, það var ágætt
bragð af þér, að leyfa eigi að brúka meira en 4/s af inn-
gjöldum hvers árs, því það gerir félagið langlíft, bara eftir
þvi væri lifað«. Hann kallar félagið (17. ág. 1824) bein-
línis hans félag: »Þitt félag stendur á gömlum merg,