Skírnir - 01.01.1927, Page 22
Skirnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
15
það er þ i 11 verk — þ ú hefur grundvallað það á hellu,
svo þó tillög fækki, hallast það ekki«. Séra Árna er auð-
sjáanlega ríkt í huga, að ekki skerðist að neinu leyti sá
heiður, sem hann álítur, að Rask beri af stofnun Bókmennta-
félagsins.
Á stofnfundi Reykjavikur-deildarinnar 16. ág. 1816 var
séra Árni kosinn forseti félagsins hér heima, og þeim störf-
um gegndi hann óslitið í 32 ár eða til 1848. En svo mik-
inn áhuga sem séra Árni hafði á því, að félagið dafnaði
sem bezt og næði sem fljótast tilgangi sínum, var hann
engan veginn ánægður með viðgang þess hér heima og
undirtektir landsmanna yfirleitt; hann hefir enda á orði, að
hann vildi feginn víkja forsetasæti fyrir öðrum, er betur
væri til stöðunnar fallinn. Hinn 13. ág. 1819 ritar hann
Rask, sem þá er á ferð sinni til Indlands, á þessa leið:
»Félag vort stendur sig enn, margir heldri menn una því
vel og halda af þvi, en heldur rýrna tillög til þess hjá oss
af almenningi, sem von er, þegar vantar menn í mörgum
héruðum til að telja um fyrir náunganum, að nokkrir verði
til að fylla skarð þeirra, sem deyja og úr ganga. Ég hef
hingað til verið forseti þess hér og vildi ég nú, að annar
tæki við, sem betur væri tilfallinn að gegna þess nauðsyn,
hvar til ég þó ei veit hvern ég skal nefna af hinum lærðu.«
Fjórum árum síðar, 4. sept. 1823, ritar séra Árni með þrif
félagsins og framtíð í huga: »Hér geta engin félög bless-
ast. Fyrst eru margir latir, þar næst þykjast flestir hafa
nóg með að stunda eigin hag og loksins er samgangan
svo erfið, að ekki er hægt að ná þeim tillögum, sem verð-
ur eftir að ganga.« Loks ritar séra Árni 25. ág. 1827 um
erfiðleikana og horfurnar fyrir félagið hér heima á þessa
leið: »Félagssakir vorar eru, eins og þær lengi hafa verið,
í hrörlegu ástandi. Umboðsmenn vorir halda sér að öllu
leyti til ykkar ytra, og hliðra sér hjá að hafa meir fyrir en
þörf er á með því að meðdeila oss ávísun um sínar að-
gerðir. Tillög koma ekki til okkar nema frá þeim fáu með-
limum, sem búa á Álftanesi og Seltjarnarnesi, og þó gjald-
dagi sé settur, má ég eða lektor ganga til hvers meðlims