Skírnir - 01.01.1927, Síða 23
16
Árni stiftprófastur Helgason.
| Skírnir
til að fá þetta lítilræði, er flestir hafa minkað til helminga
eða meir. Og þetta lítilræði er útlátið með tregðu og bar-
lómi, svo þú getur nærri, hvað mér er orðið leitt hér við
að fást, eftir svo langa reynslu í mótlætinganna skóla. Því
það, sem verður samantínt þannig, held ég að sé álitið sem
gjafir til min og mín eftirgangssemi sem betl.« En þuð
gerði Reykjavíkur-deildinni erfiðast fyrir að njóta sín, að
þungamiðja allra félagsframkvæmda var og hlaut að vera,
eins og á stóð, hjá Hafnar-deildinni. Því olli m. a. það tvennt,
að þær bækur, sem félagið gaf út, varð á þeim tímum að
prenta í Kaupmannahöfn, og að útsending félagsbóka til Aust-
urlands og Norðurlands varð viðráðanlegust þaðan, svo
ótrúlega sem það kann að láta í eyrum. En þar við bætt-
ist loks, að öll aðstaða manna var betri ytra en hér heima
til vísindalegra ritstarfa, því að þar voru hjálparmeðulin
næst hendi, sem nota þurfti við ritstörf af því tæi. Störf
heimadeildarinnar — þótt hún í orði kveðnu væri aðaldeild
félagsins, — urðu því mestmegins fólgin í að gera tillögur
um bókaútgáfur, gefa samþykki sitt til fyrirhugaðra fram-
kvæmda Hafnar-deildar og að heimta inn árstillög félags-
manna búsettra hér á landi, jafn óþakklátt verk og það
var, svo sem þegar er sýnt. Er því sízt furða, þótt séra
Árni væri ekki altaf ánægður i forsetadæmi hér heima.
»Einasta gengur það ekki eftir þínu undirlagi,« segir hann
í bréfi til Rasks 17. ág. 1824, »að félagsdeildin hér má heita
ekkert, og ei sé ég til hvers hún er, svo lengi sem ekkert
er hér prentað. Félagið gæti eins gengið þó hún væri ekki.
Þetta hefi ég drepið á í bréfi til (Finns) prófessors Magn-
ússens, til að vita hans meiningu. Félagsfundir hér eru
svoddan hégómi, að ég get ekki um það talað eins og mér
býr í skapi, þeir eru fáir, og enn færri koma þótt þeim sé
nauðgað inn að ganga............«
Eins og fyrirkomulagið var — og hlaut að vera —
gat forseti Reykjavíkur-deildarinnar aldrei orðið verulegur
athafnamaður í forsetadæminu, þótt allur hefði verið af
vilja gerður. Meginafrek Reykjavíkur-deildarinnar á þessu
.tímaskeiði urðu landmælingar Bjarnar Gunnlögssonar og hefi