Skírnir - 01.01.1927, Síða 24
Skírnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
17
ég fyrir satt, að þótt hugmyndin væri í fyrstu Hoppes stift-
amtmanns og siðan Kriegers, þá hafi séra Árni átt frum-
kvæðið að því, að Reykjavíkur-deildin tók að láta vinna
það mikla og stórþakkarverða nauðsynjaverk. Stundum
kom það fyrir, að séra Árna líkuðu miður gjörðir systur-
deildarinnar í Khöfn t. d. útgáfa Árbókanna: »Mörgum er
illa við Espólíns annála og guð veit hverjum þeir eru til
lofs og dýrðar með öllum þeim hégómaskap, sem þar er
frá sagt. Og dr. Scheving, sem vér álítum orakel í stíls-
dómum getur ekki liðið stílinn, og er því úr félaginu geng-
inn (ekki er ég honum samt samdóma um stílinn), en ekki
veit ég hvað heimurinn á að gjöra við þá sögu, nema það
skyldi vera til þess, að hafa vott þess í höndum, að hér
hafi ekkert ærlegt verk verið gjört nokkrar aldir, og hin-
ar seinni aldir hafi ei viljað að sú markleysa legðist í
gleymsku hafið«. Hann skopast að því (í bréfi 3. maí
1830) hve heiðurslimir Bókmenntafélagsins gerist margir.
»Aldrei get ég þó annað en tregað með sjálfum mér,
að vikið var frá þeirri fyrstu ákvörðun, hverrar tilgangur
var, að koma í veg fyrir hégómlegt prjál, er engin takmörk
þekkir. Það tjáir ekki heldur að tala um þetta, heimurinn
verður að vaða eins og hann vill«. Að athafnir Reykja-
vikur-deildarinnar urðu ekki meiri framan af, orsakaðist
því ekki af því, að séra Árni bæri ekki hag og heiður
félagsins fyrir brjósti. — Mjög tók hann sér nærri deilur þær,
sem urðu milli íslendinga í Khöfn og Rasks, og það því
fremur sem aðalmaðurinn íslendinga megin í þeiin deilum
var gamall lærisveinn hans, Baldvin Einarsson, sem honum
var hlýtt til. Sem vita mátti, tók séra Árni málstað þeirra
Rasks og Rafns í sennu þessari og þótti ómaklega veitzt
að þeim, einkum Rask, sem íslendingar ættu svo mikið
gott upp að unna, og þótti mjög illa farið, að Rask neit-
aði að láta endurkjósa sig forseta Hafnardeildarinnar.
Um eitt skeið lék séra Árna sem forseta Reykjavíkur-
deildarinnar all mjög hugur á að ná handa Bókmenntafé-
laginu Viðeyjar-prentverkinu úr höndum Magnúsar konferenz-
ráðs, sem komið hafði til tals að léti það af hendi vegna
2