Skírnir - 01.01.1927, Page 25
18 Árni stiftprófastur Helgason. [Skirnir
einhverrar óreglu, sem komin var á stjórn þess hjá honum á
seinni árum. Áleit hann, að Reykjavíkur-deildinni gæti orð-
ið mikill hagur að fá það til utnráða, því að með því gæti
hún farið að láta prenta útgáfurit hér heima og hætt að
vera aðeins skuggi Hafnar-deildarinnar. En seinna féll
hann frá þessu, án þess ég viti hvað því hefur valdið, og
prentverkið varð áfram í umsjón konferenzráðsins.
Að séra Árni hafði jafn lifandi áhuga á þrifum hins
íslenzka Bókmenntafélags og ráða má af þvi, sem nú hef-
ur verið mælt, stóð í nánu sambandi við, hve miklar mæí-
ur hann hafði á þjóðlegum fræðum og hve þjóðlega hugs-
andi maður hann var innst inni. Honum var það metnað-
armál að vera íslendingur og honum sárnaði niðurlæging
íslenzkrar tungu, jafn áberandi og hún var orðin hér um
aldamótin 1800. Hann víkur að þessu í likræðu sinni
yfir ísleifi háyfirdómara Einarssyni (f 1835). Hann segir
þar, að »þá var það haldið á sínum stöðum ósómi að tala
íslenzku, þó islenzkir menn væru, það hét næstum því hið
sama að vera íslenzkur og að vera villidýr«. Og hann
telur það eitt með öðru hinum látna merkismanni til gildis,
að hann »í orði og verki stríddi .... við þessa fásinnu;
. . . . með því að láta sér ekki þykja minnkun að tala ís-
lenzku við íslenzka í áheyrn þeirra, sem töluðu dönsku,
lét hann í ljósi, að hann skammaðist sín ekki fyrir sitt móð-
urmál<<. Að Fjölnismenn slógu sig til riddara á séra Árna
og óíslenzkulegu orðfæri hans, bæði í prédikunum hans og
Sunnanpósti, var að vísu ekki ástæðulaust, en hins mátti þá
lika geta, hvert djúp var staðfest milli íslenzkunnar, sem
séra Árni talaði og ritaði, og íslenzkunnar í Klausturpóst-
inum hjá Magnúsi konferenzráði, að ég ekki nefni málið á
Stúrmshugvekjum i þýðingu séra Markúsar stiftprófasts.
En séra Árni var einnig riðinn við stofnun hins íslenzka
B i b 1 í u f é I a g s. Að vísu var Geir biskup stöðu sinnar vegna
forseti félagsins, en séra Árni varð ritari þess og átti frum-
kvæðið að framkvæmdum þess um langt skeið, þvi að
bisknp var beygður orðinn af baráttu lífsins og þungur
orðinn til allra stórræða. Frumkvöðull þess, að íslenzka