Skírnir - 01.01.1927, Síða 26
Skirnir] Árni stiftprófastur Helgason. lí>
Biblíufélagið var stofnað, var, svo sem kunnugt er, Eng-
lendingurinn Ebeneser Henderson, sem ferðaðist hér um
land árið 1814 og 15, sendur hingað af brezka biblíufélag-
inu. Það félag hafði 1807 látið prenta Nýja testamentið
á íslenzku og 1814 bæði biblíuna alla og nýja útgáfu Nýja
testamentisins og sent Henderson út hingað með þetta á
sinn kostnað; skyldi útbýta tölverðu af upplaginu ókeypis,
en selja hitt vægasta verði. Hafði Henderson jafnframt
verið falið að leita hófanna úti hér um stofun sérstaks
biblíufélags fyrir land vort. Bar hann málið upp á presta-
stefnu hér 10. júlí 1815 og fékk það beztu undirtektir. En
ekki voru lög félagsins samþykkt fyr en 5. nóvember ári
síðar. Lentu miklar bréfaskriftir á ritara félagsins hin fyrstu
árin, og þegar samþykkt hafði verið að endurskoða Nýja
testamentið undir prentun, tók séra Árni að sér að þýða
Jóhannesar-guðspjall, sem hann og gjörði. En auk þess
endurþýddi hann og öll hin svo kölluðu almennu bréf (Jakobs,
Péturs, Jóhannesar og Júda). Var hin endurskoðaða þýð-
ing prentuð 1827. Um sama leyti var ráðin endurskoðun
Gamla testamentisins og hæfum mönnum út um land send-
ar áskoranir um að aðstoða við þetta verk.
Þegar þess nú er gætt, hve mikið starf afskifti séra
Árna af hinum nýstofnuðu félögum báðum lögðu honum á
herðar og að hann auk þessa frá marz 1817 til maí-
loka 1819 gegndi kennarastörfum á Bessastöðum, jafnframt
ejnbætti sínu, eftir að Jón kennari Jónsson féll frá (hann
fórst með »Sæljóninu« 1817 á útleið til Khafnar), þá sýnir
það, að séra Árni hefur ekki verið að hlífa sér. Náms-
greinarnar, sem hann kenndi á Bessastöðum, voru gríska
°g saga. Var honum það ljúft verk, því að hann mat grísku
allra tungumála mest og var sögumaður góður. Þó vannst
honum á þessum árum einnig tími til að undirbúa prentun
húslestrabókar sinnar (»Helgidagaprédikanir árið um kring«
í tveim bindum, prentaðar í Viðey 1822 - 23, síðari útgáfan
1839). Ekki gjörði séra Árni sér þó mjög háar hugmyndir
am ágæti þessa verks. í bréfi til Rasks (7. ág. 1823) far-
2*