Skírnir - 01.01.1927, Síða 28
Skirnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
21’
hards, mesta ljóss trúfræðinnar á 17. öld, að líkast er þvíi
sem Vídalin hafi haft hina miklu trúfræði hans opna hjá
sér á borðinu, meðan hann var að semja sumar prédikanirnar^
En séra Árni er í fyllsta mæli barn sinna tima — hinnar
ríkjandi fræðslustefnu (Neologi), sem almennt hefir verið'
kölluð (og þó naumast með réttu) »skynsemistrúarstefnan«..
Höfuðverkefni hans er, eins og þá var algengast, að sam-
þýða sem mest mátti skynseminni kenningu kristindóms-
ins, og að sýna fram á, að kristindómur og sönn þekking
(Aufklárung) gæti vel farið saman. Þetta leiddi að vísu til
þess, að ýmislegt það komst ekki að, sem þótti ókleift
mannlegu hyggjuviti, og að megináherzlan lenti á siða-
lærdómi kristindómsins fremur en trúarlærdóminum. Þá er
og að gæta þess mismunar, sem hlaut að verða á þessum
prédikanabókum við það, að prédikanir Vídalíns munu lang-
flestar samdar til heimalestrar, en ekki til að flytjast af pré-
dikunarstól, en prédikanir séra Árna beinlínis samdar til
flutnings í kirkju, en ekki fyrst og fremst til þess að verða
notaðar við húslestra. Ekkert gat því verið eðlilegra en
að þeim, sem mestar höfðu mæturnar á Vídalín, þættu pré-
dikanir séra Árna nokkuð bragðdaufar í samanburði við
hinar. Það var og af sumum fundið prédikununum til for-
áttu, að þær töluðu meira til skynseininnar og viljans, en
tilfinningarinnar. Hinu gat enginn neitað, að prédikanir
þessar bæru fagran vott uni ágætar gáfur höfundarins, dýpri
skilning á sálarlífi mannsins og geðshræringum en áður
hafði tíðkazt úti hér, og færu nær lífinu, eins og það er,
en menn höfðu átt að venjast. Meginmunurinn á þeim og
eldri guðsorðabókunum er þó einkum sú bjartsýni, sem
kemur fram hjá séra Árna, svo að segja í hverri prédikum
Traustið á guðs gæzku og forsjón er honum hið mikla
meginatriði kristinnar trúar. Synd er að vísu í heiminum,
en það er ekkert örvæntingarefni, þótt svo sé, því að mann-
inum er kraftur gefinn að ofan til að varast hið illa og
vinna sigur á því, þegar hann alúolega vill neyta hans.
Sorg er að vísu í heiminum, en þar er jafnframt svo marg-
vislegt fagnaðarefni, að gleðin ætti ekki að þurfa að hverfa