Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 29
22 Árni stiftprófastur Helgason. [Skírnir
nokkuru sinni úr mannshjartanu, ef vér höfum opin augun.
í einni prédikun sinni farast séra Árna svo orð um það
efni: »Það var einu sinni haldið óleyfilegt kristnum mönn-
um að gleðja sig við nautn jarðneskra gæða. Allir voru
dæmdir til sífelldra tára og angurs fyrir syndirnar. Glaðlegt
yfirbragð var jafnvel haldið syndsamlegt . . . Það er því
merkilegra, að kristnir skyldu leiðast tii þeirrar meiningar,
sem gerði kristindóminn svo óaðgengilegan fyrir mannlegt
hjarta, sem meiningin finnst gagnstæðilegri kristindómsins
útþrykkilegu boðorðum og hans dæmi, sem er höfundur
vorrar trúar, hverju dæmi kristnum er gert að skyldu að
líkjast. Kristindómurinn bannar ekki glaðværð, hann skipar
heldur að gleðjast í drottni.........Sem betur fer, eru og
kristnir nú allvíðast komnir til þeirrar sannfæringar, að leyfi-
legt sé að gleðja sig við nautn heimsins gæða, já, rnargir
komnir á þá trú, að það sé skylda bæði við gjafarann, sem
ætlast til að gáfna sinna sé notið með þakklæti við sig, og
líka skylda við sjálfan sig, þar eð hófleg nautn þeirra gæða,
sem náttúran frambýður, hressir og lífgar sálarinnar krafta
og gerir þá hæfilega til að gegna lífsins störfum og bera
lífsins mæðu.« Á því einu ríður, að »þeir sem brúka
heiminn, misbrúki hann ekki.« Sú bjartsýni, sem kemur fram
i prédikunum séra Árna var eiginleg tímum fræðslustefn-
unnar, og var eins og afturkast eftir alt víl og bölsýni
heittrúarstefnunnar (pietismans). Eins og yfirleitt tíðk-
aðist lítt með mönnum fræðslustefnunnar að ráðast á kirkju-
trúna eða einstaka lærdóma hennar, eins fer séra Árni
aldrei í berhögg við neinn af lærdómum kirkjutrúarinnar,
en hann leiðir suma þeirra hjá sér. T. d. leiðir hann hjá
sér friðþægingar-kenninguna, en talar i þess stað aftur og
aftur um »velgjörðir Krists«, sem aðallega séu í því fólgn-
ar, að hann hafi »tendrað Ijós í vorri skynsemi, útvegað
vorum hjörtum ró og gefið oss von guðs náðar og eilífr-
ar sælu með því að leiða í ljós lífið og ódauðleikann.«
Hann leiðir og hjá sér að mestu allt tal urn djöfulinn sem
persónulega veru. Á einstöku stað er »sá vondi« þó nefnd-
ur, en helzt þar sem ræðumaður gerir öðrum upp orðin.